Skírnir - 01.01.1979, Page 97
SKÍRNIR JÓN SIGURÐSSON OG ÞJÓÐHAtÍÐIN 95
Þá er að fregna, livað Halldór Kr. Friðriksson, forseti þjóð-
hátíðarhaldsins á Þingvöllum og varaforseti Þjóðvinafélagsins,
hefur að segja Jóni í fyrsta bréfinu til hans eftir þjóðhátíðina:
Annars held ég, að þjóðhátíðin á Þingvöllum hafi gengið slysalítið. Pólitik
var þar eigi mikið af; en bæði Klein, landshöfðinginn og hinir konungkjörnu
fundu það, að þeirra vegur var eigi mikill gjörður, og hátíð sú gekk allt
öðruvísi en Hilmar ætlaðist til, því að hann var bálvondur, þegar ég eigi
vildi láta hann ráða, en fylgdi mínu höfði, og var búinn að hóta mér því,
að konungur tæki engan þátt í hátíðarhaldinu á Þingvöllum. Á hinn bóginn
sagði ég bæði konungi og Klein, að stjórnarskránni væri mjög ábótavant, og
var konungur lengi að tala við mig um hana. ... Þú hefur fengið allar
fréttirnar um hana (þjóðhátíðina) bæði úr blöðum hér, bréfum og frá fylgd-
armönnum konungs. Mér þykir nú gaman að heyra, hvað sagt verður í
dönskum blöðum um hana. Ég vona þeir verði eigi verri en Eirxkur Magnús-
son í Times. Sá skíthæll ætti að fá að vita, að hann hefði komið hér í sumar,
og komi hann hér aftur, þar sem ég hef einhver ráð, rek ég hann burt.91
Þegar Jón hafði fengið fyrrgreind tíðindi frá Eiríki og Hall-
dóri um þjóðhátíðina, úr dönskum blöðum og frá mönnum,
sem þar höfðu verið, skrifar hann Halldóri:
Það gekk vel með þjóðhátíðina, svo þú þarft ekki að iðrast eftir. ... Þú
mátt... þakka Eiríki Magnússyni, því hann hefur á aðra síðuna hækkað Jxess-
ar konunglegu nótur, og á hina hliðina þær hinar demokratisku. Það eina,
sem ég get að fundið það er, að þú hefur brúkað Grím heldur mikið, og þar
með prostituerað okkar söguþekking.... Ég veit ekki fyrir hvað þú reiðist
Eiríki, er það prívat? En hitt sé ég, að þú hefðir ástæðu til að ásaka Grím,
því hann hefur dregið bust úr nefi ykkur, og hleypt ykkur upp 1 dönsku og
ýmsa aðra smá-ósiði sem vænta mátti. Þar hefur þú líka notið af, því það
er helst fundið að þér, að þú hafir alltaf hlustað eftir hvað Grímur segði.92
Jón segir reyndar, að Halldór eigi að taka orð sín um Grím
sem gaman, því að allir séu sammála um, að hátíðin hafi farið
vel fram og allar hrakspár um hana hafi orðið sér til skammar.
Haustið 1874 er Jóni efst í huga að efla Þjóðvinafélagið, svo
að á vegum þess verði unnt að lirinda í framkvæmd þeim verk-
efnum, sem hann telur mest á ríða í svipinn, en það var að
eignast prentsmiðju og hefja myndarlega blaðaútgáfu.93 — En
brátt kom í ljós eftir hátíðina, að baggar Þjóðvinafélagsins urðu
þyngri en svo, að það gæti borið þá að óbreyttu. — Halldór
greinir Jóni frá því, að hátíðarhaldið á Þingvöllum hafi kostað
Þjóðvinafélagið 3 þúsund ríkisdali, en það eigi aðeins eitt þús-