Skírnir - 01.01.1979, Side 103
SKÍRNIR
FORKUNNARSÝN í SORLA ÞÆTTI
101
Ok einn dag, er Þórdís gekk út til lérepta sinna, var sólskin mikit ok sunn-
anvindr ok veðr gott. Þá getr hon at líta, at maðr reið i garðinn, mikill. Hon
mælti, er hon kenndi manninn: ,J\Tú er mikit um sólskin ok sunnanvind, ok
riðr Sörli í garð.“
Þetta bar saman, segir í þættinum, enda kemur lýsingin vel
heim við blæinn á frásögninni. Hér eins og víðar í sögunum
er náið samband með tilfinningum fólks og athöfnum annars
vegar og veðurlagi og árstíðum hins vegar. Lesendum Laxdælu
þykir ekkert sjálfsagðara en að ástir takist með þeim Ólafi pá og
Þorgerði um þingtíma, um svipað leyti árs og hugir þeirra Þor-
gríms goða og Þórdísar falla saman í Gísla sögu. Á hinn bóginn
eru þeir Þorgrímur, Vésteinn og Gísli vegnir að haustlokum,
þegar grös eru fallin og gróska öll hneppt í kuldafjötra, rétt í
þann mund sem menn eru saman komnir að fagna vetri. í skáld-
skap heyra saman ást, vor og æska, en hin hverfa haustgríma er
tákn feigðar, flaumslita og dauða.
Skáletruðu klausunni úr Sörla þætti hefur Björn Sigfússon
lýst: „Orð Þórdísar stuðlast eins og dans í djúpum fögnuði, en
látlaus eins og veðrið.“ Nú hagar svo til, að svipað samræmi með
sunnanvindi og eftirvæntingu ungrar konu, sem bíður unnusta
síns, er að finna í dansinum danska um Svejdal:
Din kærest hun ganger i Iseland,
saa klaar som en Rosenblomm’;
hver Dag at Vinden er S0ndenvejr,
hun venter Svejdal hans komm’,2
Þótt skemmtilegt sé til þess að vita, að í þessari gerð dansins
eigi konan heima á Islandi, þá verður lítið lagt upp úr því. Hitt
skiptir meira máli, að eftirvæntingin og tilhugsunin um þær
stundir, er saman beri sunnanvind og komu unnustans, heyra til
sönnum skáldskap: feginsstund unnenda verður í sunnanblæ.
Eins og mönnum hefur lengi verið ljóst, er náinn skyldleiki
með dansinum um Svejdal og tveim íslenzkum kvæðum göml-
um: Grógaldri og Fjölsvinnsmálum, sem stundum ganga undir
samheitinu Svipdagsmál.3 Um það efni farast Einari Ól. Sveins-
syni orð á þessa lund: