Skírnir - 01.01.1979, Side 104
102
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
Nokkuð erfitt er að greina afstöðu Svipdagsmála og dansins „Ungen Svei-
dal“ (DgF 70). Þessi dans er aðeins kunnur í Danmörku, og engin merki hans
finnast annars staðar. Ernst von der Recke (Danmarks fornviser X, 7) kveðst
ekki sjá nein vesturnorræn merki á honum. Þegar borin er saman annars veg-
ar fornbrezka sagan af Kulhwch og Olwen (í Mabinogion), hins vegar Svip-
dagsmál og Hjálmþérs saga, virðist vafalaust, að þetta söguefni hafi komið til
Islands í formi munnlegrar ævintýrasögu. Varla er loku fyrir það skotið, að
sú saga, ef til vill með Svipdagsmálum, bærist til Danmerkur og yrði þar
undirrót dansins. Ef gert væri ráð fyrir, að dansinn sé ortur í Noregi, væri
þó allt miklu auðveldara viðfangs.4
Hér er ekki unnt að fara út í þá sálma, hvernig skýra beri
skyldleika og uppruna þeirra sagna, sem Einar Ólafur drepur á,
og er þó slíkt býsna merkilegt viðfangsefni, enda er tilgangur
þessarar greinar einkum sá að benda á hliðstæður við orð Þór-
dísar í Sörla þætti. Hér skiptir því engu máli, hvort maður er
undir álögum að þola hvergi við, unz hann vinnur tiltekna
konu, eða mærin þreyr eftir manni, sem hún hefur aldrei augum
litið, heldur er það gleði hennar við sýn ástmannsins, sem um
er að ræða.
Fjölsvinnsmál herma þessi fagnaðarorð Menglaðar við komu
Svipdags, en „hánum var sú hin sólbjarta brúðr at kván of
kveðin":
Vel þú nú kominn,
hef ek minn vilja beðit,
fylgja skal kveðju koss.
Forkunnarsýn
mun flestan glaða,
hvar’s hefr við annan ást.
Lengi ek sat
ljúfu bergi á,
beið ek þín dægr ok daga.
Nú þat varð,
er ek vætt hefi,
at þú ert kominn, mögr, til minna sala.
Þrár hafðar
er ek hef til þíns gamans,
en þú til míns munar.
Nú er þat satt,
er vit slíta skulum
ævi ok aldri saman.