Skírnir - 01.01.1979, Page 105
SKÍRNIR
FORKUNNARSÝN í SÖRLA ÞÆTTI
103
Hér kennum við svipaða eftirvæntingu og í dansi Svejdals, og
andstæðan við þrár konunnar til manns gamans er munúð hans
til hennar. Slíkt er tær skáldskapur, en þó bregður ekki fyrir því
samræmi milli tilfinninga liennar annars vegar og sunnanvindar
hins vegar sem gefur orðum Þórdísar og hinum danska dansi, svo
eftirminnilegan blæ. Höfundur Fjölsvinnsmála nær undur-
fögrum áhrifum án þess að beita mynd úr veðri og náttúru,
og hetjumynd Völsungakviðu hinnar fornu hefur verið þessu
ókunna Ijúflingsskáldi næsta fjarri skapi. Hvert vel ort ljóð er
sér um stíl og hugmyndir, þótt öllum góðum skáldskap sé býsna
margt sameiginlegt.
Eins og áður var gefið í skyn, er það samræmið með fögnuði
Þórdísar við forkunnarsýn, þegar hún sér Sörla ríða í garð, og
sólskini og sunnanvindi, sem orkar á lesanda. En í Fóstbræðra
sögu er beitt næsta eftirtektarverðri táknmynd af veðurbrigðum
í því skyni að lýsa skapskiptum konu, þótt atburður gerist um
vetur og höfundur hirði ekki að gera grein fyrir veðurlagi andar-
taksins myndinni til styrktar. Svo hagar til að Þormóður hef-
ur ort lofkvæði um Þorbjörgu kolbrún, en síðan fer hann að
heimsækja forna vinkonu sína Þórdísi (nöfnu heimasætunnar á
Möðruvöllum) í Ögri, sem frétt hafði um tíðleika lians og Kol-
brúnar og bregzt illa við komu hans: „skaut nokkurt öxl við
Þormóði, sem konur eru vanar, þá er þeim líkar eigi allt við
karla.“ Þormóður gerir sér þá lítið fyrir og snýr Kolbrúnarvísum
til lofs Þórdísi.
Gefr liann nú þat kvæði Þórdísi til heils hugar við sik ok ásta. Ok svá
sem myrkt él dregr upp úr norðri ok fellr nokkurt föl ok leiðir af með litlum
vindi ok kemr eftir á bjart sólskin með blíðu logni, svá dró kvæðit af allan
óræktar myrkva af hug Þórdísar.s
Hér fara því saman sættir unnenda og almenn lýsing á veður-
brigðum til hins betra. Sinnaskiptum konunnar, sem lætur skáld-
ið telja sér hughvarf og tekur fegin við ástum hans að nýju er
lýst með fjölyrtara samanburði við kaldranalegra veður en höf-
undur Sörla þáttar lætur sér sama.
Jónas Kristjánsson telur Fóstbræðra sögu vera ritaða undir
lok þrettándu aldar, og mætti því gera ráð fyrir ýmsum áhrifum
frá þýddum og frumsömdum ritum frá þeirri öld. Skapbrigðum