Skírnir - 01.01.1979, Page 112
110 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON SKIRNIR
verk ungra skálda, sem mörg hver eru enn undir áhrifum eldri
bræðra í listinni og hafa ekki mótað að fullu sinn persónulega
svip, þótt jafnframt megi þar greina drætti, er einkenndu verk
þeirra síðar.
í þetta sinn er þó ekki ætlunin að troða frekar um þennan ak-
ur ungra blóma.
Við lögðum aðal áherslu á hjartað,
því okkur þótti hitt of veraldlegt.
Þannig orti Tómas Guðmundsson um sína kynslóð skóla-
skálda í sama kvæði og áður var til vísað. Enn segir hann í fram-
haldi af því: „[.. .] þetta voru undarlegir tímar og miklir af
sjálfum sér [.. ,].7 Hann vitnar síðan til atburða haustsins 1918:
Kötlugoss, spönsku veikinnar, loka heimsstyrjaldarinnar fyrri og
stofnunar fullveldis á íslandi, „[.. .] óharðnaðir unglingar geta
fullorðnazt æði hratt í návist svo tröllslegra viðburða."8
Halldór Laxness vikur að sínu leyti að atburðum þessa hausts
í minningasögu sinni, Sjömeistarasögunni:
Slysni væri ef ég gleymdi að segja að við Siggi höfðum þann heiður að lifa
endalok heimstyrjaldarinnar fyrri uppá lofti í Verslun Frón, en leggjast
þó sarna dag báðir í pest og kend var við spánverja. Þessi plága drap marg-
falt fleira fólk í heiminum en styrjöldin, [-].
Þegar við Siggi fórum að dragast í fötin aftur þótti okkur stórskrýtið að
við skyldum ekki vera hrokknir uppaf. En ekki voru menn búnir að vera
leingi á fótum þegar þeir fóru að gera sér eitthvað til dundurs í þjóðlífinu:
að þessu sinni var farið að próklamera kvikindi sem kallað var „fullveldi
Islands“.9
Aratugurinn 1910—20, er mótaði æskuár þeirrar skáldakyn-
slóðar, sem hér hefur verið á minnst, og þar með þess höfund-
ar, er nú verður einkum gerður að umræðuefni, var merkilegur
um marga hluti.
Þótt nútímafólki þyki sem íslenskt mannlíf hafi verið næsta
kyrrstætt urðu samt á þessum árum ýmsar þær hræringar í and-
legum og pólitískum efnum sem sumar hafa mótað líf og afstöðu
íslenskra manna fram á okkar daga.