Skírnir - 01.01.1979, Page 113
SKÍRNIR
PERLAN OG BLÓMIÐ
111
Hér er þess ekki kostur að rekja þróun þessara mála en aðeins
skal vikið að tveimur þáttum er höfðu ótvírætt gilcli fyrir þroska-
sögu þess skálds sem hér verður lítið eitt um rætt.
Um miðjan áratuginn varð gagnger nýskipan íslenskra stjórn-
mála með stofnun tveggja stjórnmálaflokka, Framsóknar- og Al-
þýðuflokks, er báðir byggðust á stéttarlegum hagsmunum og af-
stöðu til grundvallaratriða í þjóðfélagsskipan en ekki á mismun-
andi sjónarmiðum varðandi baráttu Islendinga fyrir stjórnar-
farslegu sjálfstæði gagnvart Dönum.
Sama ár og þessir flokkar var Alþýðusambandið, allsherjar-
samtök íslensks verkalýðs, stofnað 1916.
Alþýðuflokkurinn reisti stefnu sína í meginatriðum á jafn-
aðarstefnu — sósíalisma. Þetta var áður en sósíalistar klofn-
uðu í kommúnista og sósíaldemókrata á íslandi. Vissulega höfðu
íslendingar fyrr kynnst sósíalískum viðhorfum, t. a. m. í verkum
höfunda eins og Gests Pálssonar, Þorsteins Erlingssonar og Steph-
ans G. Stephanssonar, en með stofnun Alþýðuflokksins og jafn-
aðarmannafélaga innan hans höfðu þjóðfélagshugmyndir sósíal-
ista endanlega náð fótfestu meðal íslendinga.
Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur var stofnað 17. mars 1917,10
og byltingin í Rússlandi síðar sama ár varð sá heimssögulegur at-
burður, er enn jók áhuga manna á hugmyndafræði sósíalista um
þessar mundir. Brátt tók þó að gæta ágreinings meðal þeirra, er
aðhylltust kommúnisma, og jafnaðarmanna, sem beita vildu lýð-
ræðislegum sósíalisma.
Samtímis því að kenningar og liugsjónir sósíalista hrifu hugi
æ fleiri ungia manna á árunum u. þ. b. 1910—20 bárust sömu
kynslóð kenningar og hugmyndir úr gjörólíkri átt og af allt öðr-
um toga. Þeir straumar voru að sönnu ólíks uppruna en munu
þó allir mega kallast einu nafni Austurlandaspeki. Sumt barst að
vísu í átöppun Vesturlandabúa. Annað voru þýðingar á indversk-
um og kínverskum skáldskap og heimspekiritum.
Einna ötulastir og mikilvirkastir virðast guðspekisinnar hafa
verið. Þeir stofnuðu fyrstu stúku sína 17. nóv. 1912 og urðu
deild í alþjóðafélagsskap guðspekisinna 5. jan 1921.11 Þá þýddi
Sigurður Kristófer Pétursson fyrirlestra alþjóða-forseta guðspeki-
sinna, Annie Besants, og kom Lifstiginn út 1916 og Afturelding