Skírnir - 01.01.1979, Page 118
H6 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON SKIRNIR
og splundraði öllu í félaginu. Annars hefði „Framtíðin" nóga starfskrafta
nú, og þyrfti ekki á neinum busum að halda.28
Ári síðar, eða 18. okt. 1915, var fundur um sama eíni og nú
hafði Jónas Jónasson framsögu og aftur talaði Jón gegn sam-
einingu.29 Enn var málið á dagskrá veturinn 1916—17 og voru
þá haldnir um það ekki fasrri en þrir fundir. Finnur Einarsson
hafði framsögu um efnið 4. febr. 1917 og talaði fyrir sameiningu
félaganna. Jón Thoroddsen andmælti, en þó vægilegar en fyrri
ár.30
Loks var málið á dagskrá 6. okt. 1917 og segir svo af því:
Framsögumaður Jón Thoroddsen skýrði stuttlega frá gangi „Skólafélags-
málsins" á fyrri fundum félagsins. Kvaðst hann jafnan hafa verið því mót-
fallinn að gera „Framt.“ að skólafélagi, en nú væri svo komið, að hann áliti
mál þetta lífsskilyrði „Framtíðarinnar“.3l
Miklar umræður urðu um efnið að vanda og í lok fundarins
var sameining félaganna felld. í ævisögu sinni, Hrœvareldar og
himinljómi, hefur Guðmundur Gíslason Hagalín dregið upp
fremur ógeðfellda mynd af Jóni Thoroddsen. Lýsir Guðmundur
honum sem niðurrifsmanni er hafi slegið um sig með lítt rök-
studdum fullyrðingum, háði og spotti. Víkur hann sérstaklega
að þessum fundi og rekur til hans rætur óvildar sem hann hafi
sætt af hálfu Jóns:
Jón Thoroddsen var þungur á brún og hvatlegur, og þó brosti hann.
Hann byrjaði með því að spyrja fundarmenn, hvort þeir teldu ræðumennsku
og framkomu síðasta ræðumanns svo glæsilega, að hætta væri á, að skuggi
félli af honum á busana, sem hann kallaði? Þessi spurning vakti almennan
hlátur. Ég minnist ekki raka Jóns, en hann flutti ræðu sína af hita, fyndni
og mælsku.32
Skv. fundargerð, er virðist rækileg eins og aðrar fundargerðir
Páls Vigfússonar, sem var ritari félagsins á þessum tíma, segir
svo um þátttöku Guðmundar í umræðunum:
Guðmundur G. Hagalin mælti nokkur orð móti málinu og studdi áskorun
Sigurðar Grímssonar [þ. e. um að halda Framtíðinni óbreyttri sem félagi
efribekkinga].33