Skírnir - 01.01.1979, Page 122
120
SVEINN SKORRI HOSKULDSSON
SKÍRNIR
tekin til greina, heldur a£ því að eg er enginn Gvendur Hannesson, sem
legg á ráðin eftir á. Mér þætti vænt um ef þú vildir koma henni fyrir mig í
eitthvað tímaritanna, helst Skýrnir. [svo] Ef hún getur ekki komið fyrir þing,
eða meðan það stendur yfir, þá á hún ekki að koma fram. Ef þér finst hún
hneysklanlega [svo] ílla skrifuð þá seturðu hana í moðkassann og lætur hana
sjóða hafragraut. En um efnið er öðru máli að gegna. I lose by that. Þetta
er í fyrsta sinn sem eg reyni að skrifa og hefur gengið það bölvanlega. Eg er
vanari og skárri í að nota munninn. En eg verð að reyna að skrúfa mig upp
í að skrifa líka, því eg þarf á því að halda.46
Þetta mun hafa verið sama grein og Jón minnist á í bréfi 5.
febr. 1919 til vinar síns, Stefáns Jóh. Stefánssonar:
Eg hef varla frið fyrir pólitískum flugum, þær ásækja mig, og heili minn
er því miður eins og flugnapappír. Ég sé ekkert annað ráð vænna, en að
fara að losa um þær elztu og reyndustu og lofa þeim að fljúga. Ég sendi mína
grein heim, um hlutfallskosningarnar, og ætla að koma í eitthvert tímarit-
anna.
Lítið hafa skoðanir mínar breytzt, en þó, að ég held, á leið til hægri. Mitt
pólitíska problem stendur alltaf skýrara fyrir mér, og bráðum byrjar ballið.u
Ekki hefur við samningu þessara orða tekist að finna þessa
grein Jóns þrátt fyrir nokkra leit og má vera að hún hafi aldrei
birst.
Þróun pólitískra hugmynda Jóns Thoroddsens liggur næsta
ljós fyrir.
Svo sem vænta mátti um son Skúla Thoroddsens var Jón í
upphafi eindreginn sjálfstæðismaður og aðskilnaðarsinni. Hann
fyllti flokk þeirra er harðastar kröfur vildu gera á hendur Dön-
um um stjórnarfarslegt sjálfstæði íslendingum til handa. Hann
komst til pólitískrar vitundar á þeim árum sem voru lokaskeið
þess tíma er sambandið við Dani skipti mönnum í pólitískar
fylkingar.
Um sum efni vírðist hann samt ekki hafa verið ýkja róttækur á
þessum árum. Um það bera vitni afstaða lians til stofnunar
menntaskóla norðanlands og afstaðan til réttinda kvenna.
Þegar viðhorf til þjóðfélagsmála tóku hins vegar að deila
mönnum í flokka skipaði Jón sér þó fljótlega í raðir jafnaðar-
manna. Hann gekk í hið nýstofnaða Jafnaðarmannafélag Reykja-
víkur 6. okt. 1917,48 og á fundi 2. des. sama ár hafði hann fram-