Skírnir - 01.01.1979, Page 123
SKÍRNIR
PERLAN OG BLOMIÐ
121
sögu um „Gagnrýning á stefnuskrá Alþ.flokksins“. Segir svo um
ræðu lians í gjörðabók félagsins, og má það gefa nokkra hugmynd
um pólitísk viðhorf hans um þessar mundir:
Hann kvað það aldrei myndi verða neinum flokk til heilla, e£ hann tæki
upp stettabarattu. [svo] Starfsemi þessa flokks (o: Alþ.fl.) væri mikið til bygð
á þessu og væri því landinu til lítilla lieilla.
Honunr þótti það heimska ein, að Jafnaðarmenn berðust gegn auðnum,
heldur ættu þeir að berjast gegn vanbrúkun hans, því því meiri, sem hann
væri, þess betri hlyti hagur ríkisins að vera. Jafnaðarmenn ættu að berjast
fyrir lögum, sem beindu hagnýting hans í rétta átt. Það, sem aðallega
safnaði verkamönnum sarnan við kosningar, væri öfund og þar eð hún væri
mjög rxk, gæti baráttan ekki verið affarasæl. Hann áleit að örfáir verkamenn
hefðu athugað Stefnuskrána en það bæri þeim að gera og gagnrýna hana,
eftir að hafa heyrt útskýringar manna þeirra, sem hefðu um hana hugsað.49
Langt er frá að hér tali sósíalisti úr hinum róttækari armi sem
taldi nauðsynlegt að breyta sjálfri grundvallargerð þjóðfélags-
ins.
Eftir heimkomu sína frá Kaupmannahöfn 1919 tók Jón aftur
þátt í Jafnaðarmannafélagi Reykjavíkur og var hann ritari þess
frá 11. mars 1921 til 20. jan. 1922.50 Um fund í félaginu 24. apríl
1921 hefur Jón sjálfur bókað:
Jón Thoroddsen talaði um starfsemi félagsins og útbreiðslu jafnaðarstefn-
unnar. Taldi hann nauðsynlegt að gera mönnum skiljanlegt að auðvald væri
til og hvernig það væri, að ekki væri hægt að bæta það svo nokkru nemi,
það verði að breyta grundvellinum, sem það byggist á og að vinna á andlegu
sviði að því að uppræta eignarétt úr hugum manna. Síðan vék hann nokkr-
um orðum að starfsemi félagsins í þessa átt.5l
Af þessum orðum að dæma virðast pólitískar hugmyndir Jóns
á þessunr árum hafa þróast í átt til róttækari sósíalisma en hann
aðhylltist 1917 og skjóta þau þannig nokkuð skökku við það
sem hann talaði um hægriþróun í bréfinu til Stefáns Jóhanns.
Eftir að Jón lét af ritarastörfum í Jafnaðarmannafélagi
Reykjavíkur er hans hvergi getið í sambandi við félagsstörf eða
ræðuhöld þar svo langt sem bókin nær (til 3. sept. 1924).
Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur klofnaði á fundi 11. okt.
1922 og sögðu sig þá út úr því allmargir menn er þótti það