Skírnir - 01.01.1979, Page 127
SKÍRNIR
PERLAN OG BLÓMIÐ
125
Venjuleg saga er eins og leikurinn „að fela fingurbjörg". [-] Halldór
[— — —] hefir sett sjer hærra mark. Það er erfiðara, en Halldóri tekst það svo,
að enginn, sem les bók hans með skilningi, getur efast um hæfileika hans.
Lengsta frumsamda ritgerð Jóns Thoroddsens er „Um Völu-
spá“ og er hún varðveitt í eiginhandarriti frá árinu 1921.08 Hér
verður ekki að skýringartilgátum hans vikið, en ritgerðin hefst á
inngangi sem er merkileg lieimild um afstöðu Jóns til skáldskap-
ar og listsköpunar. Hann segir þar í upphafi:
Völuspá er listaverk og er orðin til á sama hátt og Venus frá Miló, Ferða-
lok og önnur slík. Guðdómlega fegurð ber fyrir innri augu höfundarins og
hann á einskis annars úrkostar en að opinbera hana. Fullkomin listaverk
verða aldrei til með öðru móti.
Það er sköpun að opinbera anda í efni. Sá er listamaður, sem samræmir
og sameinar andlega og líkamlega fegurð svo ekki verði aðgreint. Slíkur
er höfundur Völuspár.
Þessi orð lýsa mjög rómantískri og hughyggjukenndri afstöðu
til bókmenntasköpunar. Listin er eins konar birting æðri veru-
leika, hafin yfir hversdagsleik lífs venjulegra manna. Raunar er
þessi hughyggjuafstaða til listsköpunar í samræmi við þann róm-
antíska sósíalisma sem sjá má í þýðingum og greinum Jóns um
þjóðfélagsmál og hann á sameiginlegan með mörgum jafnaðar-
mönnum og sósíalistum af sinni kynslóð.
V
Skáldskap Jóns Thoroddsens má skipta annars vegar í leikrit,
hins vegar í ljóð, bundin og óbundin, og stutta prósaþætti.
Eftir hann hafa varðveist þrjú leikrit, en heimildir eru um
tvö önnur sem sennilega eru bæði týnd.
Annað nefndist Hirð heimskunnar og hefur Jón skráð svo-
hljóðandi skýringar á tilurð þess:
1) Samtal við Púlla og Svafar69 þar sem eg komst að þeirri niðurstöðu að
menn fengju höfuðverk af að renna hausnum á múrvegg heimskunnar.
2) Sanual við Stefán Jóhann þar sem eg komst að þeirri niðurstöðu að
múrveggur heimskunnar væri svipaður þokubeltum hófsins og bölsýninnar.
3) Úr Peer Gynt , Det er den store Bojen.“ [svo]
4) Úr , Landsýn" eftir Þorst. Erlingsson. „Þá verður gaman að horfa á
þann her, sem hér er í þokunni að læðast.“T0