Skírnir - 01.01.1979, Page 132
130
SVEINN SKORRI HOSKULDSSON
SKIRNIR
Sturlusonar, þar sem segir a£ Svegði konungi er strengdi þess
heit að leita Goðheims og Óðins hins gamla og lauk ævi sinni
svo að dvergur lokkaði hann drukkinn inn í stein er síðan laukst
aftur, og kom Svegðir ekki út síðan.
Þessu forna minni tilbreytir Jón svo að þema verks hans verð-
ur uppgjör milli Svegðis og Vönu konu hans. Hann leitar Óðins
eirðarlaus og sefar óeirð sína við drykk á kvöldum. Vana segir:
Óðinn er dauður, og hver, sem hann vill hitta, verður að deyja.82
Sjálf kveðst hún:
[...] leita Svegðis konungs — konungsins, sem rændi Vönu konungsdóttur,
og bar hana á handlegg sér gegnum óbygðir og óvinaheri.83
Uppgjöri þeirra lýkur svo að Vana kveðst marka Svegði Óðni
hinum gamla og rekur rýting í brjóst lionum.
Aftan við leikritið er svohljóðandi „Eftirmáli“:
Sumir halda, að hægt sé að finna, án þess að hafa leitað.
Aðrir halda, að hægt sé að leita, án þess að finna.
Leit og fundur er orsök og afleiðing.
En til þess að finna það mesta, verður að fórna öllu, líka voninni um ár-
angur.
Auðsæ virðast hér áhrif frá áhuga Jóns á Austurlandaheim-
speki og stíllega má þessi „Eftirmáli“ minna á sum ljóða Tagores.
Þriðja varðveitta leikrit Jóns og hið þekktasta er Maria
Magdalena sem kom út prentað 1922.84 Þetta er stutt leikrit, 64
bls. í litlu broti, en skiptist í þrjá þætti.
Fyrsti þáttur fer fram á heimili Maríu Magdalenu í Jerúsalem.
Hún er yfirstéttar-vændiskona sem veitir blíðu sína rómverskum
aðalsmönnum. í þessum þætti er hún umkringd fjórum Róm-
verjum sem keppast um að játa henni hylli og aðdáun. Mikið
skraut og glys einkennir jafnt orðræður persóna sem umgjörð
leiksins. Þessum þætti lýkur er reiðir Gyðingar koma og hand-
taka Maríu Magdalenu með þeirri kröfu að skækja sem hún sé
grýtt.
Annar þáttur fer fram á torgi í Jerúsalem þar sem nafnlaus
múgur bíður þess að hitta Krist sem nefndur er Brúðguminn.