Skírnir - 01.01.1979, Side 133
SKÍRNIR
PERLAN OG BLOMIÐ
131
Þessir nafnleysingjar hafa yfir ýmsa þekkta Biblíustaði tengda
persónu Krists. Þættinum lýkur er æstur mannfjöldinn hyggst
grýta Maríu en Brúðguminn mælir orðin:
Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrstur steini á hana.85
Þriðji þáttur gerist degi síðar á heimili Maríu Magdalenu sem
nú hefur látið gera þar hásæti búið laufsveigum því að hún vænt-
ir Brúðgumans. Rómverjarnir eru hjá henni sem fyrr, tjá henni
ást sína og dásama yndisleik hennar. Hún vísar þeim þó á bug
og fer síðasti Rómverjinn um leið og Brúðguminn kemur inn
ásamt mannfjölda. Brúðguminn sest í hásætið og María smyr
fætur hans. Múgurinn hrópar ókvæðisorð að Maríu og leikritinu
lýkur á dómsorði Brúðgumans:
Syndir þínar eru fyrirgefnar, því að þú elskaðir mikið.86
Eins og sjá má byggir Jón leikrit sitt um Maríu Magdalenu á
tveimur frægum setningum sem Kristi eru lagðar í munn í
Bibliunni. Er önnur frásögn Jóhannesarguðspjalls, VIII. kap.,
af því er fræðimenn og Farísear leiddu fyrir Krist konu, sem
drýgt liafði hór, og kröfðust dóms lians um liana. Orð Krists, „Sá
yðar, sem syndlaus er [. ..]“ o. s. frv., hefur Jón tekið óbreytt upp.
Hin setningin kemur fyrir í frásögn Lúkasarguðspjalls, VII.
kap., af því er bersyndug kona vætti fætur Krists með tárum
sínum, þerraði þá með hári sínu og smurði smyrslum úr ala-
bastursbuðki. Um konu þessa mælti Kristur er Faríseinn gestgjafi
hans hneykslaðist: „[...] hinar mörgu syndir hennar eru fyrir-
gefnar, því að hún elskaði mikið.“
Nú er það svo að hvorug þessi frásögn er í Biblíunni tengd
nafni Maríu Magdalenu, en fyrir því er ævagömul guðfræðileg
hefð að tengja frásögn Lúkasarguðspjalls af bersyndugu konunni
(og reyndar fleiri frásagnir) við Maríu Magdalenu. „Katólska
kirkjan hefir þetta fyrir satt, og kirkjufeður geta þess, þó ekki
allir með sama hætti,“ segir Magnús Jónsson.87
Af nafngreindum persónum í frásögnum Biblíunnar er vafa-
samt hvort nokkur önnur kona en María Magdalena hefur orðið
fleiri skáldum að yrkisefni, María guðsmóðir þá ein undan skil-