Skírnir - 01.01.1979, Page 141
SKÍRNIR
PERLAN OG BLOMIÐ
139
Leikarinn setur hnykk á höfuðið og hlær.
Það var Ieikur, segir hann og blístrar. En segðu mér eitt, Guð almáttugur.
Af hverju vitum við ekki, að við erum að leika?
Þegar þið vitað það, leikið þið ekki. Þið setjist bak við tjöldin og horfið á.
Þetta sagði Guð almáttugur og veislunni var haldið áfram.108
Hugsunin um lífið sem leikhús er ekki ný og þessi orðræða
má minna á samtal hertogans og Jakobs í Sem yður þóknast eftir
Shakespeare er hljóðar svo í þýðingu Helga Hálfdanarsonar:
HERTOGINN: Þú sérð að gæfan svíkur fleiri en oss,
að þetta veggjumvíða alheims-leikhús
hefur á fjölum fleiri sorgarleiki
en harmleik vorn.
JAKOB: Öll veröldin er leiksvið,
og aðeins leikarar hver karl og kona,
þau fara og koma á sínum setta tíma,
og sérhver breytir oft um gervi, og Ieikur
sjö þætti sinnar eigin ævi.109
Raunar stendur þó sú hugsun, sem birtist í „flugunni" frá 15.
des. 1916 og áður var til vísað, enn nær orðum Shakespeares um
veröldina sem leiksvið.
„Tómas“ vísar beint til frásagnar Jóhannesarguðspjalls XX.
kap., af efasemdamanninum Tómasi er ekki vildi trúa upprisu
Krists fyrr en hann hefði þreifað á sárum hans. Jón fer mjög
frjálslega með þetta minni og ljóðið lýsir fyrsta fundi Jesúsar og
Tómasar:
í kvöld er eg Tómas. Eg bíð eftir því, að ólgan í sál minni sefist i næturró
náttúrunnar.
Eg bið og eg finn: Hann einn getur sefað hana — Jesús sonur Jósefs. Hann
verð eg að hitta.no
Þegar þeir svo hittast staðhæfir Tómas að hann trúi, en Jesús
segir: „Þú getur það ekki.“ Ljóðinu lýkur svo:
Eg skal fara, segir hann. Eg hef fundið þig, Tómas. Þú átt eftir að finna
mig.
Og hann fer.
Eg ætla að hlaupa á eftir honum, en hætti við það. Eg ætla að kalla, en
eg get það ekki.