Skírnir - 01.01.1979, Page 143
SKÍRNIR
PERLAN OG BLÓMIÐ
141
Promeþevs var hollvinur mannanna, rændi guðina eldinum og
fékk liann mannkyninu. í hefndarskyni var Promeþevs bundinn
á klöpp þar sem örn hjó og át lifur hans alla daga, en um nætur
óx lifrin aftur svo að örninn gat tekið til á ný að morgni. Það
var eitt afrek Heraklesar að hann leysti Promeþevs.
Jón tilbreytir þessari goðsögn mjög og eykur hana öðrum
minnum og vísunum.
Promeþevssögnin hefur um aldir verið eitthvert vinsælast
yrkisefni.115 Þegar á klassískum tíma var um liann samið leikrit
er eignað var Aiskylos,110 og á rómantíska skeiðinu voru örlög
Promeþevs feikilega vinsælt yrkisefni. Um liann ortu t. a. m.
Byron kvæði og Shelley leikrit og úr hópi íslenskra skálda orti
Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson um hann kvæði.
„Promeþevs" lrefst þannig:
Stormur og illviðri, skógarnir nötra. Flóðgáttir himinsins cru allar opnar.
Þrumur og eldingar öðru hvoru.
I litlu rjóðri liggja menn, konur og börn í einni kös. Mennirnir yst, börn-
in inst. ÖIl eru þau klædd í skinn, en skjálfa þó a£ kulda.
Mennirnir halda um óhöggna viðarlurka og skima í allar áttir með ang-
ist og árvekni. Úti í skógunum ýlfra úlfar.
Þetta eru náttúrunnar börn, glöð þegar nóg er að éta og sólin skín, hrædd
og hnipin þegar myrkur og kuldi setjast að völdum.
Sálir þeirra eru auðar og tómar, en stundum kasta þeir scr þó til jarðar
í ótta og lotningu fyrir leyndardóminum mikla.U"
Þessi mynd á sér nána hliðstæðu í upphafslínum skáldsögunn-
ar Brceen eftir danska höfundinn Johannes V. Jensen sem kom út
í Kaupmannahöfn 1908:
Der brændte et Baal i Urskoven, det eneste i Miles Omkreds. Det var tændt
paa et aabent Sted ind under en hældende Klippeskrænt, der vendte fra Vin-
den. Ovenover gik Blæsten tungt gennem Skoven, Natten var mprk og uden
hverken Maane eller Stjærner. Det regnede. Men Uden under Klippen stod
roligt tilvejrs i klare Luer fra en Dynge Kvas; Lyset dannede ligesom en
Hule i den dype Nat.
Rundt om Baalet laa en Gruppe Mennesker og sov, alle saa nær at Lyset
kunde naa dem. De var npgne. Der var kun Mænd. Hver laa og sov med en
Kplle i Haanden eller lagt ned lige ved til at naa i Sovne. Deres flettedc
Kurve med forskelligt Forraad i, Frugter og Rpdder, laa i Græsset rundt om
Baalet, hvis runde Lysomraade i den vilde Skov holdt Gruppen sammen.