Skírnir - 01.01.1979, Page 146
144 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON SKIRNIR
En hvað eg er ríkur, hrópar ungi maðurinn. Nú skal eg kaupa dýrmætu
perluna.
Og hann leitar og leitar, en perluna er hvergi að finna.
Að lokum heyrir hann getið um vitringinn, sem á dýrmætu perluna, og
hann leitar uppi vitringinn.
Sjáðu, hvað eg er ríkur, hrópar ungi maðurinn og fagnar. Eg ætla að
kaupa dýrmætu perluna.
Hún selst ekki, segir vitringurinn.
Þá nýr ungi maðurinn hendur sínar og hrópar:
Hvað stoða mig auðæfi mín, ef eg get ekki keypt dýrmætu perluna. Og
hann heldur á brott, þunglyndi maðurinn.
Gef oss, segir fjöldinn, og þunglyndi maðurinn gefur.
Gef oss, segir fjöldinn, og hann gefur stórar gjafir.
Svo fer hann aftur á fund vitringsins.
Sjáðu hvað eg er fátækur, segir þunglyndi maðurinn. Gef mér dýrmætu
perluna.
Hún gefst ekki, segir vitringurinn.
Þá lítur þunglyndi maðurinn undan í þögulum harmi, en vitringurinn
deplar öðru auganu og spyr:
Gafstu allar gjafir þínar?
Já, segir þunglyndi maðurinn.
Gafstu líka undarlega blómið? Þannig spyr vitringurinn.
Þá grætur þunglyndi maðurinn. Hann elskar undarlega blómið.
Jæja, jæja, eigðu það þá, segir vitringurinn.
Eg elska undarlega blómið, hrópar þunglyndi maðurinn. En hvað skal
eg með það? Sjá, einnig það vil eg gefa.
Og hann tekur fram undarlega blómið. En vei, það er vaxið inn í brjóst
hans.
Engu að síður kippir hann út undarlega blóminu. Og sjá, milli róta þess
liggur dýrmæta perlan.125
Hér ber hæst tvö tákn — perluna og blómið, og bæði geta þau
skírskotað til fjölmargra verka bæði frá klassískum tíma og síðari
öldum.
Nánast virðist Jón nota þetta tákn hér á þann hefðbundna
hátt að perlan tákni hin æðstu verðmæti og fegurð, kjarna hlut-
anna, hið dýrmætasta í öllu lífi eða eitthvað þess háttar.
Slík táknnotkun perlunnar er vel þekkt, t. a. m. úr dæmisögu
Krists í Mattheusarguðspjalli:
Enn er himnaríki líkt kaupmanni einum, sem leitaði að fögrum perlum;
og er hann hafði fundið eina dýra perlu, fór hann og seldi alt, sem
hann átti, og keypti hana.126