Skírnir - 01.01.1979, Page 154
152 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON SKIRNIR
ar, „Jón Thoroddsen. Cand. jur. In memoriam“. Þetta kvæði er
í röð klassískra erfiljóða íslenskra og e. t. v. hefur Jón ekki síður
verið munaður síðustu áratugi vegna þessa ljóðs en eigin verka.
Tómas hugleiðir þau örlög Jóns að deyja svo ungur og niður-
staða hans er að þvílíkur dauðdagi sé:
Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki
um lífsins perlu í gullnu augnabliki —147
Tómas notar hér perluna á sama klassíska hátt og Jón sem
tákn hins dýrmætasta í mannlegu lífi, og það virðist næsta auð-
sætt að þessar ljóðlínur séu bein vísun til prósaljóðs Jóns, „Perl-
an“.
Athyglisverð er einnig notkun Tómasar á sögninni að „blómg-
ast“ í þriðja erindi:
[-----]
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.ns
Er hér á ferðinni vísun til blómmyndarinnar í ljóði Jóns eða
hefur „undarlega blómið“ ómeðvitað sprottið fram með þessum
hætti í minningarljóðinu?
Sextán árum eftir fráfall Jóns kom út næsta ljóðabók Tómasar,
Stjörnur vorsins, 1940, og þar birtist það kvæða hans sem síðan
hefur verið öðrum fremur á livers manns vörum, „Þjóðvísa".
„Sagan“ í kvæðinu er saga elskenda þjóðvísunnar sem kristall-
ast í dansstefinu: „Þeim var ekki skapað nema að skilja."
Mælandi ljóðsins er stúlkan, unnusta unga mannsins, sem
„Þeir sögðu [.. .] vera á förum.“ Kvæðinu lýkur svo:
Þá talaði hann oft um hið undarlega blóm,
sem yxi í draumi sínum.
Og orð, sem gáfu tungu hans töfrabjartan róm,
urðu tár í augum mínum.
Svo tóku þeir úr örmum mér hinn unga fagra svein
og eftir var ég skilin.
Við sængina hans auða ég síðan vaki ein,
unz sólin roðar þilin.
En systur mínar! Gangið þið stillt um húsið hans,
sem hjarta mitt saknar!
Ég er dularfulla blómið í draumi hins unga manns,
og ég dey, ef hann vaknar.119