Skírnir - 01.01.1979, Page 155
SKÍRNIR
PERLAN OG BLÓMIÐ
153
Kvæði Tómasar er hnitað um þrjár þeirra mynda, sem eru
uppistaða í „Perlunni", þ. e. unga manninn, stúlkuna og dular-
fulla blómið.
Að því leyti er notkun Tómasar á þessum myndum skyldari
táknmáli Novalis að í kvæðislokin samsamast stúlkan og blómið.
Nú er „saga“ unga mannsins í „Þjóðvísu" áþekk persónulegri
sögu Jóns Thoroddsens, og það getur aldrei orðið nema tilgáta
að örlög hans, tengd prósaljóði hans „Perlunni", hafi ómeðvitað
vakað í hug Tómasar er hann orti „Þjóðvísu".
Lesa má bæði þessi kvæði sem eins konar ástarljóð til skáld-
listar í anda rómantískrar hughyggju. Með slíkri túlkun ljóð-
anna eru „undarlega blómið“ og „dularfulla blómið“ táknmynd-
ir skáldskaparins eða allrar listsköpunar.
Við rætur þess blóms liggja æðstu verðmæti lífsins að mati
Jóns, en í ljóði Tómasar deyr það um leið og skáldið vaknar til
veruleikans af draumi sköpunarinnar.
Að því er varðar hugmyndaleg megineinkenni er Jón Thor-
oddsen á marga lund dæmigerður fulltrúi þess tíma sem hann
lifði.
Annars vegar gerist liann ungur einn af forvígismönnum sósíal-
ista og jafnaðarmanna sem þá voru í fyrsta sinn að ná fótfestu
í íslensku stjórnmálalífi.
Hins vegar aðhyllist hann austurlenska dulspeki og hughyggju.
Jón var trúhneigður maður, trúði t. a. m. staðfastlega á líf
eftir dauðann.150 Hann liefur í eiginhandarriti151 látið eftir sig
eins konar trúarjátningu, smágrein sem nefnist „Þektu sjálfan
þig“ svohljóðandi:
Eg veit að Guð er til. Eg trúi því ekki, eg veit það. Skynsemi mín heimtar
það en eg veit ekki hvernig hann er. Eg finn ekki til hans. Með öðrum orð-
um skynsemi en ekki trú.
Við þekkjum ekki hlutina heldur eiginleika þeirra. En hugur okkar heimt-
ar hlutinn, Ding an sich. Allur heimurinn er Ding an sich, við þekkjum
ciginleika hans, ekki hann sjálfan, ekki það sem er. Sjálfan mig Jrekki eg
ekki, aðeins eiginleika mína, eg veit ekki hver eg er Ding an mich. En þessi
óþekti X i sjálfum mér og umheiminum getur ekki verið nema eitt. Ef
þau væru fleiri, þá yrðu þau aðgreind. en þau yrðu ekki aðgreind nema
með mismunandi eiginleikum. En það væru þá ekki Xin heldur eiginleik-
arnir, sem aðgreindir væru. Þctta X, í mér og í öllum ldutum kalla eg Guð.