Skírnir - 01.01.1979, Page 156
154 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON SKÍRNIR
Hugsun mín heimtar hann, hugsun allra manna heimtar hann. Þetta er
skynsemi og afstaða flestra hugsandi manna til Guðs er af skynsemi en ekki
trú, því trú er lifandi samband. Vitanlega er eg í lifandi sambandi við Guð,
annars væri eg ekki til, en þetta samband veit eg að er en eg finn ekki til
þess.
Sú staðfasta trú, sem þessi grein lýsir, verður hins vegar ekki
lesin úr ljóðum Jóns. Vissulega bera mörg þeirra vitni trúar-
þörf, en þar ríkja þó efasemdir og spurningar ofar öryggi trúaðs
manns.
Um listræn tök er Jón sömuleiðis barn sinnar tíðar. Hinn upp-
hafni skrauthlaðni stíll Maríu Magdalenu, samslunginn kald-
hæðni, bendir til áhrifa frá Oscar Wilde, og Biblíu- og goðsagna-
vísanir prósaljóða Jóns eiga sér einnig hliðstæður í prósaljóðum
Wildes. Spámannlegur spakmælastíll Flugna bendir annars til
áhrifa frá Austurlanda-tískuhöfundum fyrstu áratuga aldarinnar
og evrópsks höfundar eins og Friedrich Nietzsches, en heimspeki-
legt skáldverk hans, Also sprach Zarathustra, var meðal þeirra
verka er Jón mat mest.152
Áhrif Jóns á síðari höfunda og gildi prósaljóða hans fyrir ís-
lenska nútímaljóðlist er víðtækari og torveldari spurning en hér
verði svarað. Aðeins skal þó vikið að fáum atriðum.
Hinn ljóðræni prósastíll Flugna er upphafinn, spámannlegur
og spakmælakenndur, en yfirleitt röklegur. Rökrétt yfirbragð
ljóðanna stendur næsta fjarri margslungnu og torráðnu mynd-
og táknmáli er mjög hefur einkennt nútímalega ljóðlist. Að
þessu takmarkaða leyti er ljóðstill Þorpsins eftir Jón úr Vör
skyldari prósaljóðum Flugna. Hins vegar er langur vegur frá
höfnum spámannsstíl Jóns Thoroddsens til hljóðláts hversdags-
legs látleysis Jóns úr Vör.
Gildi Flugna fyrir síðari kynslóðir Ijóðskálda á íslandi felst
fremur í hinu almenna fordæmi, er Jón gaf, en miklum áhrifum
hans á einstaka höfunda. Þrír þættir virðast þar gildastir.
Jón verður fyrstur til að gefa út sérstaka bók prósaljóða á
íslandi.
Hann beitir vísunum framar öðrum stílbrögðum til að gefa
ljóðum sínum möguleika til táknlegrar merkingar.
Loks verður Jón Thoroddsen einna fyrstur íslenskra höfunda