Skírnir - 01.01.1979, Page 157
SKÍRNIR
PERLAN OG BLÓMIÐ
155
til að tjá í ljóði þá lífsskynjun sem kennd hefur verið við firr-
ingu og þótt liefur setja djúpt mark á nútímalega ljóðlist.
„Angest, ángest ár min arvedel," kvað Pár Lagerkvist 1916 og
þótti þar með hræra nýjan streng í norrænni ljóðagerð.
Þjáningin, sorgin og örvæntingin eru leiðarstef í prósaljóðum
Jóns, en ekki sú staðfasta guðstrú sem hann bar vitni í áður
nefndri játningu.
Þjáningin á aðeins undarlega blómið sem milli róta sinna
geymir perluna. Sorgin léttir fanganum lífið með því að segja
honum sögur. Prósaljóð Jóns „Örvæntingin" hefst svo:
Vonin var eiginkona mín, en veruleikinn kokkálaði mig.153
Barn veruleikans og vonarinnar er örvæntingin, og mælandi
ljóðsins segir að lokum við hana:
En samt elska eg þig — elska þig vegna hennar móður þinnar, sem er
farin.154
Sviptur von á maðurinn ekki annars kost en sætta sig við ang-
istina — unna örvæntingunni vegna vonarinnar.
1 Meginhluti rita skólafélaganna x Menntaskólanum í Reykjavík frá þeim
tíma, sem hér um ræðir, er kominn í Landsbókasafnið og er varðveittur
þar. Þau þeirra, sem hér verður til vitnað, eru notuð með leyfi Guðna
Guðmundssonar rektors. Enn fremur lánaði hann greinarhöfundi til af-
nota Fundabók Framtiðarinnar 12. jan. 1919 — 12. nóv. 1921 og tvær
bækur af Huldu, 1913—19 og 1919—21, en þær eru enn í vörslu rektors.
2 Þannig í Huldu 1913—19. Sjá Þórbergur Þórðarson. tslenzkur aðall. Rvk.
1938. 141. bls. o. áfr.
3 Skv. Fundabók Framtiðarinnar 1919—21 var kvæði Tómasar „Um sund-
in blá“ flutt í félaginu 9. febr. 1919.
Kvæðið er varðveitt í eiginhandarriti Tómasar í Huldu 1919—21 (tekið
var að færa inn í bókina 7. febr. 1919). Þarna er kvæðið í annarri gerð
en birtist í febrúarhefli Óðins 1919, sem Matthías Joliannessen hefur
borið saman við þann texta kvæðisins er kom í ljóðabók Tómasar Við
sundin blá 1925. Sjá Matthías Johannessen. „Um sundin blá“. Afmcclis-
rit til dr. phil. Steingrims J. Þorsteinssonar prófessors. Rvk. 1971. 112.
bls. o. áfr.
Með textasainanburði má sjá að Iiulda varðveitir millistig railli hinna
gerðanna tveggja. Þannig er 4. ljóðlína 1. erindis í Óðni „og hljómarnir