Skírnir - 01.01.1979, Page 158
156
SVEINN SKORRI HOSKULDSSON
SKÍRNIR
þysmiklir fallnir í dá“, en er í Huldu og ljóðabókinni „og hljómarnir
þysmiklu fallnir i dá“. Tvær síðustu Ijóðlínur þessa erindis eru hins
vegar eins í Óðni og Huldu, en hafa verið ortar upp áður en kvæðið
birtist í Við sundin blá.
í Óðni er 1. ljóðlína 2. erindis „Hve fley mitt svífur við svalan blæ“,
en er í Huldu og ljóðabókinni „Hve fley mitt svífur við svalan blæinn".
Tvær sxðustu Ijóðlínur 2. erindis eru svo í Óðni:
Og dulrænt í kyrðinni draumljóð berst
djúpinu þögula frá.“
I Huldu:
,.Og draumljóð i kyrðinni dulrænt berst
djúpinu þögula frá--------“
Loks í Við sundin blá:
„og draumljóð í kyrðinni dulrænt berst
djúpinu sofandi frá. —"
Þriðja erindið er óbreytt í Huldu frá þeirri gerð, sem kom í Óðni,
nema næstsíðasta Ijóðlínan er í Óðni „Það er sem jeg heyri mín hjarta-
slög“, en er í Huldu „— Það var sem eg heyrði mín hjartaslög“. Þetta
erindi hefur Tómas ort um í þeirri gerð sem birtist í Við sundin blá.
í síðasta erindi varðveitir Hulda tvær breytingar frá þeirri gerð sem
kom í Óðni.
í Óðni er 4. ljóðlínan „hin alkyrra, dreymandi, vorheiða nótt,“ en er
í Huldu „hin alkyrra, söngvana nótt“. Tvær síðustu ljóðlínurnar eru í
Óðni:
„og sem bar þannig hug rninn og heitustu þrána
í hljómblæ — svo ljúft og rótt?“
En í Huldu:
„og sem bar þannig hug minxr og heitustu þrá
í hljómblæ, svo ljúft og svo rótt? —--“
Þetta erindi hefur Tómas alveg ort upp áður en það birtist í Við
sundin blá.
4 Lbs. 599, fol. Skinfaxi 1916—20.
5 Halldór Kiljan Laxness. „Skáldskaparhugleiðíngar um jólin 1950“. Lif
og list. Rvk. desember 1950. 12. bls. Endurprentun í Halldór Kiljan Lax-
ness. Dagur i senn. Rvk. 1955. 19. bls.
6 Þessir ritdómar Halldórs eru varðveittir í Lbs. 3386, 4to. Ritdómabók
Framtíðarinnar 1918—19.
t Matthías Johannessen. Svo kvað Tómas. [Rvk. 1960]. 35. bls.
s Sama. 36. bls.
° Halldór Laxness. Sjömeistarasagan. Rvk. 1978. 36.-37. bls.
10 Heimild: Fundabók Jafnaðarmannafélags Reykjavikur 17. mars 1917 —
3. sept. 1924. Bók þessi er í vörslu Einars Olgeirssonar, fyrrum alþm.,
og léði hann greinarhöfundi hana til afnota.
u Hvort tveggja skv. upplýsingum Sigvalda Hjálmarssonar, fyrrum for-