Skírnir - 01.01.1979, Page 161
SKÍRNIR
PERLAN OG BLÓMIÐ
159
og þeir voru prentaðir í Skutli og Alþýðublaðinu sýnir einungis óveru-
legar breytingar á þýðingu þeirra í síðari gerðinni. Þýðingin sem kom
í Alþýðublaðinu var svo gefin út í bókarformi 1924.
Hugsanleg tilgáta um samvinnu þessara þriggja manna er sú að Vil-
mundur hafi átt frumkvæðið að þýðingunni og þýtt a. m. k. kaflana,
sem komu í Skutli, en Jón og Þórbergur síðan lokið henni. Við samn-
ingu þessarar greinar hafa þó ekki verið tiltæk nein gögn sem skera úr
um þetta.
02 Báðar í vörslu Sigurðar Thoroddsens.
°3 í vörslu Sigurðar Thoroddsens.
04 Stejnuskrá Alþýðuflokksins á íslandi. Rvk. 1922. Þessi stefnuskrá er
einnig til fjölrituð, en er þar án ártals. Það gæti gefið vísbendingu um
að hún sé eitthvað eldri.
I doktorsriti sínu, Conflict and Consensus in lcelandic Politics 1916—
44, Urbana, Illinois, 1977, 126. bls. [fjölritað eintak í Háskólabókasafni],
segir Svanur Kristjánsson: „The first half of the platform-Chapter I
(Introduction) and Chapter II (Goals of the Party) was in accordance
with the communist point of view, but the second half------Chapter III
(Methods of Struggle) and Chapter IV (Current Issues) — — mirrored
social democratic ideas."
í ritgerð sinni, Vinstri andstaðan i Alþýðuflokknum á árunum 1926—
30 [vélrituð BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla íslands veturinn 1978—
1979, varðveitt í Háskólabókasafni], vísar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
til orða Svans og segir síðan á 22. bls.: „Ég hef það hins vegar fyrir satt,
að stefnuskráin sé unnin af þeir [svo] Jóni Thoroddsen og Sigurði Jón-
assyni en þeir tilheyrðu báðir hinum sósíaldemókratíska armi Alþýðu-
flokksins."
Ekki greinir hún heimild sína fyrir þessari vitneskju, en ótvírætt er
það að Jón átti hlut að tveimur fyrstu köflum stefnuskrárinnar þótt
uppkasti hans hafi mjög verið breytt og textinn lengdur töluvert.
65 í vörslu Sigurðar Thoroddsens.
60 Danska þýðingin var gerð af C. A. Bang og var bókin 108 bls. Þýðing
Jóns nær aftur á 94. bls.
67 í minningarorðum sínum um Jón Thoroddsen í Alþýðublaðinu 3. jan.
1925 skýrir Þórbergur Þórðarson frá því að þeir hafi unnið að þýðing-
unni „fyrir fjórum árum“. Hún hefur þannig legið alllengi í salli.
08 í vörslu Sigurðar Thoroddsens.
09 Þ. e. Páll Jónsson og Svavar Guðmundsson.
■ 0 Hér vitnar Jón sennilega eftir minni til kvæðis Þorsteins Erlingssonar
„í landsýn". Fyrri Ijóðlínan er svo: „og þá verður skemtun að horfa
á þann her“. Sjá Þorsteinn Erlíngsson. Þyrnar. Fjórða prentun aukin.
Rvk. 1943. 133. bls.
71 Skýringar Jóns á tildrögum Hirðar heimskunnar og blaðsíðan tir hinu
leikritinu eru meðal handrita hans í vörslu Sigurðar Thoroddsens.