Skírnir - 01.01.1979, Page 166
164
SVEINN SKORRI HOSKULDSSON
SKÍRNIR
Þegar svo „jörmunfrægur Jóvis dýrðarson“ [þ. e. Herakles] hefur
frelsað Prómeþevs frá kvöl sinni og flutt hann til himna liggur við að
líta megi svo á að hann taki á sig í kvæði Gröndals eins konar eftirlík-
ingu Krists:
Hann er skrýddur himins björtu klæði,
hverfur burtu sorg og mæði,
liljuhvítrar gróa síðu sár.
Spyrja má hvort „sár liljuhvítrar síðu“ Promeþevs séu hér einhvers
konar rómantísk samsvörun við síðusár Krists.
í lokaerindi kvæðisins undirstrikar Gröndal svo þá skoðun að líf og
gjörðir Promeþevs voru fórnfærsla í þágu alls mannkyns, þ. e. hliðstæða
við fórnardauða Krists:
[...] Ef þinna kvala kendi
komin þjóð frá sömu hendi
eins og þú, sem nú ert horfinn heim —
mun hún þá ei þinnar sælu njóta?
Þú lézt hana gneista ljóssins hljóta,
þú varst fórnin fyrir sigri þeim.
Eins og sjá má af þessu eru tengsl Promeþevs við Krist allt önnur
í prósaljóði Jóns en kvæði Gröndals, ef yfirleitt er rétt að túlka Prome-
þevsmynd hans sem eins konar hliðstæðu við Frelsaramynd kristinnar
trúar.
Kvæði Gröndals, „Proinetheus", var prentað í Svava. Ýmisleg kvæði
eptir Benedikt Gröndal, Gísla Brynjúlfsson, Steingrím Thorsteinsson.
Kbh. 1860. 46.-53. bls. Endurprentun í Benedikt Gröndal Sveinbjarnar-
son. Kvœðabók. Rvk. 1900. 141—147. bls.
125 Flugur. 34.-37. bls.
126 Mattheusarguðspjall, XIII. kap.
127 Upphaf „Perluljóðsins" eða „Sálmsins um sálina" hljóðar svo í þýðingu
dr. theol. Jakobs Jónssonar, en hann léði greinarhöfundi þýðingarhantl-
rit sitt til afnota:
Þegar jeg var ungt barn
í höllu föður míns,
og hvíldist í auði og allsnægtum
þeirra, er fóstruðu mig,
þá kvöddu mig til ferðar for-
eldrar mínir og sendu mig brott
frá austrinu, þar sem við áttum
heima,
og þau gerðu mjer byrði
úr fjársjóðum sínum,
stóra og þó ljetta, svo að jeg
gæti borið hana einn.