Skírnir - 01.01.1979, Side 167
SKÍRNIR
PERLAN OG BLÓMIÐ
165
í byrðinni var gull frá landi
Gileumanna
og silfur frá hinu mikla Gazzak,
steinar og kalsedónar frá Indlandi
og ópalar frá Kushan,
að vopni fjekk jeg demant,
sem sker járn,
skrýddu mig klæði, er sett var
gimsteinum, gullsaumað, er þeir
höfðu gert handa mjer sakir
elsku sinnar,
og kyrtil, sem var með
gullnum lit og sniðinn eftir
stærð minni.
Og þau gerðu sáttmála við mig,
og rituðu hann í hjarta mjer,
svo að hann skyldi mjer ekki úr
minni líða, og sögðu:
Ef þú ferð til Egyptalands, og
sækir þangað perlu þá, er þar er
í hafinu miðju, og kringum hana
liggur hvæsandi ormur
þá skalt þú aftur skrýðast gim-
steina-klæðinu og kyrtlinum,
sem er utan yfir því,
og verða ásamt þeim bróður
þínum, er oss gengur næstur,
erfingi að riki voru.
128 Steingrímur Thorsteinsson. „Sorg og vizka". Ljóðmœli. Rvk. 1910. 250.
bls.
129 Einar Benediktsson. „Kvöld í Róm". Hafblik. Rvk. 1906. 88. bls.
130 Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson. „Gaman og alvara". Kvœðabák. Rvk.
1900. 241.
131 Jónas Guðlaugsson. „Ég finn að fátæk ertu". Dagsbrun. Rvk. 1909. 19.
bls.
132 í eiginhandarriti Jóns í vörslu Sigurðar Thoroddsens er varðveitt þýð-
ing hans á dönsku á I. hluta „Sögubrots" og nokkrum línum úr II.
hluta. Ef til vill er þessi þýðing frá síðustu Kaupmannahafnardvöl
Jóns og hann þá hugsað sér að koma henni á framfæri í Danmörku.
133 Eins og önnur eiginhandarrit Jóns, sem notuð hafa verið við samningu
þessarar greinar, eru handritin að þessum tveimur kvæðum í vörslu
bróður hans, Sigurðar Thoroddsens.
Að kvæðinu „í Flærðarhvammi" er aðeins varðveitt eitt handrit, skrif-