Skírnir - 01.01.1979, Page 172
170 SVEINBJÖRN RAFNSSON SKIRNIR
breiddist hún út. Þessír munkar fluttu með sér rit um hverjar
syndir skyldi varast og hvernig skyldi afplána margvíslegar teg-
undir synda með skrift, það er með föstum og meinlætum. Þessi
rit voru skriftabækur eða skriftaboð (libri poenitentialis) og í
þeim birtust hugsjónir írskra munkareglna um kristilegt líferni.
Þetta voru þau rit sem boðuðu öllum almenningi nýjan sið og
nýja breytni og höfðu gagnger samfélagsleg og trúarleg áhrif.
Elstu írsku skriftaboðin voru kennd við heilagan Patrek og
eru talin frá því um 457, en síðan komu skriftaboð kennd við
Gilda, Vinnianus, heilagan Columbanus, Cummianus og fleiri,
svo nefnd séu nokkur fræg írsk skriftaboð. Skriftaboð urðu
einnig til á Englandi, fræg eru þau sem kennd eru við Theodor-
us erkibiskup í Kantaraborg (668—90). Á meginlandinu voru
einnig gerð skriftaboð. Mjög var þar stuðst við liin írsku boð,
og mestri útbreiðslu náðu írsku boðin ef til vill með Excarpsus
Cummeani, sem var sérstakt safn gamalla skriftaboða og náði
gífurlegum vinsældum á meginlandinu.7
Á íslandi urðu einnig til skriftaboð á miðöldum að erlendri
fyrirmynd. Til eru skriftaboð heilags Þorláks, skriftaboð kennd
við Árna biskup Þorláksson og skriftaboð kennd við Jörund
Hólabiskup. Bæði Kristinréttur forni og Kristinréttur Árna hafa
tekið upp ákvæði úr skriftaboðum. í Grágás gætir einnig álirifa
frá skriftaboðum.8
1 byrjun níundu aldar voru skriftabækur svo almennt notaðar
í Karlungaríkinu á meginlandi Evrópu að fjöldi biskupastatúta
telur þær meðal sjálfsagðra og skyldra bóka fyrir presta.0 Ljóst
er af þessu að skriftaboð eru á níundu, tíundu og elleftu öld
eitt af einkennum kristins siðar í Evrópu og jafnframt að þetta
eru nokkurs konar trúboðs- eða siðbótarrit. Þess má geta sér-
staklega að á Englandi eru til handrit af skriftaboðum á engil-
saxnesku frá tíundu og elleftu öld (Scrift boc), enda má nærri
geta að prestar hafi þurft að setja latínulausri alþýðu skriftir á
móðurmálinu.10
Þannig er það fyrirfram sennilegt að þeir Ari og Teitur, sem
mestan þátt virðast eiga í ofangreindri kristnitökufrásögn, hafi
þekkt til skriftaboða og kristnihald þeirra mótast af slíkum rit-
um. Ef athuguð eru lagaákvæði þau sem talin eru í frásögn ís-