Skírnir - 01.01.1979, Page 178
176
GÍSLI PÁLSSON
SKÍRNIR
um, prentuðum og óprentuðum, er þeim gjarnan lýst sem
plágum og sjúkdómum. Orð eins og „þágulallssýki" eða „hljóð-
villa“ ættu að nægja þessu til staðfestingar. Það er því vel við
hæfi að nota hugtakið „málveirufræði“ um hugtakakerfi og
kenningar þessara málvísindamanna, því að rök þeirra draga
mjög dám af orðafari sjúkdómafræða. Málfræðingar af þess-
um skóla líta auk þess gjarna svo á að „vont mál“ og þær mál-
farsbreytingar, sem eru taldar stangast á við kórrétt mál, séu til
marks um almennan sóðaskap. Þannig hefur t. a. m. „flámælinu“
verið jafnað við „lýs í höfði“ (Helgi J. Halldórsson 1978). Það
er mjög athyglisvert að íhuga vísindalegt inntak „kenninga"
málveirufræðinnar og eins tilurð liennar, einkum í ljósi þess
að hún fjallar um málafbrigði og málbreytingar sem einhvers
konar sýkingu, veirur og ólireinindi. Eins og mannfræðingar
hafa bent á verða menn stundum alteknir af hreinlætisáráttu (í
þessu tilviki mállrreinsunaráráttu) þegar veruleikinn fjarlægist
þær hugmyndir sem þeir gera sér um lieiminn. Mary Douglas
hefur t. a. m. haldið því fram (1966:47) að á bak við hugmyndir
vestrænna manna um sýkingu og heilbrigði leynist aldagömul
skilgreining á óhreinindum, en samkvæmt henni séu óhreinindi
eitthvað sem er á „skökkum stað“, eitthvað sem brýtur í bága
við viðtekna skipan.
Ég leyfi mér að halda því fram að hugmynd málveirufræðing-
anna um sóðaskap sé til marks um að þau viðhorf, sem mestu
fylgi eiga að fagna á meðal íslenskra málvísindamanna, séu tíma-
skekkja. Auk þess leiðir hún í ljós að slíkir fræðimenn eru óíær-
ir um að skilja þær breytingar sem íslenskt málsamfélag hefur
tekið undanfarna áratugi, samfara öðrum róttækum þjóðfélags-
breytingum. Jafnframt held ég að „viðmið“ (paradigm) málveiru-
fræðinganna hafi öðlast hugmyndafræðilegt lilutverk, hvað sem
uppruna þess annars líður, í þeim skilningi að það rekur menn-
ingarlegar afleiðingar stéttaþróunarinnar í landinu til sálfræði-
legra og líkamlegra orsaka.
Þessa kenningu málveirufræðinganna er rétt að skoða í ljósi
viðmiðshugtaks heimspekingsins Thomasar S. Kuhns (1970).
Kuhn lítur svo á að viðmið feli í sér ákveðinn skilning á viðfangs-
efnum fræðimanna, skilning sem frammámenn viðkomandi