Skírnir - 01.01.1979, Page 180
178
GÍSLI PÁLSSON
SKÍRNIR
veirufræðingarnir geri sér ekki grein fyrir samhenginu á rnilli
sálarlífs og þjóðfélagsgerðar, eða, svo notuð séu orð C. Wright
Mills, „þá skortir þann vitræna hæfileika sem nauðsynlegur er
til að skilja samverkan manns og samfélags, æviferils og sögu,
einstaklings og umheims" (Mills 1959:4).
Umræðunni hér á eftir er skipt í fjóra hluta: 1 fyrsta lagi verð-
ur rætt um sögulegt baksvið veirumannasamfélagsins og þeirrar
málboðunar sem talsmenn þess aðhyllast. í öðru lagi verður
fjallað um þau skilyrði sem sett eru þátttöku í samfélagi veiru-
manna; afstöðu þeirra og gildi og þau skýringardæmi sem við-
mið „greinar" þeirra felur í sér. 1 þriðja lagi verður rætt um
pólitískt inntak málhreinsunarstefnunnar; hugmyndafræðileg-
an þátt málvöndunarskólans og stéttareðli hörgulkenningarinn-
ar sem hún byggist á. Að lokum er því haldið fram að jrær ógöng-
ur, sem viðrnið veirumanna hefur ratað í, sýni ljóslega hve nauð-
synlegt sé að kanna rækilega málfar núlifandi kynslóðar.
Veirumannasamfélagið
Jakob Benediktsson hefur bent á (1953) að hreintungustefnu
verði fyrst vart hér á landi í rituðum lieimildum frá því um 1600.
Flestir munu þó ætla að fyrstu áhrif hreintungustefnunnar, sem
mótuðust af evrópskum húmanisma, hafi verið næsta lítil. Hins
vegar efldist hreintungustefnan síðar, einkum á nítjándu öld-
inni (Helgi Guðmundsson 1977), og sú gyllta mynd sem hún
dró upp af menningu landnámstímans varð að öflugu hug-
myndafræðilegu vopni í höndum þeirra manna sem fremstir
stóðu í sjálfstæðisbaráttu Islendinga. Skýringarstefna „íslenska
skólans" í bókmenntum þjónaði að nokkru leyti svipuðu hlut-
verki, eins og Óskar Halldórsson hefur vakið athygli á. Hin
„þjóðernisfulla" sagnatúlkun var
atsprengi þess hugsunarháttar sem fyllti brjóst manna A lokastigi sjálfstæðis-
baráttunnar gegn Dönum ..., (hún) sýndi einnig að íslendingar höfðu tekið
forystuna í rannsókn sinna eigin fræða (Óskar Halldórsson 1978:318).
Á svipaðan hátt sáu höfundar málveirufræðinnar þjóðernis-
sinnum fyrir ýmsum af þeim rökum sem nauðsynleg voru í
baráttunni. Því var lialdið fram að íslensk menning væri einstætt