Skírnir - 01.01.1979, Page 182
180
GÍSLI PÁLSSON
SKÍRNIR
áhrifastöður að launum. Ýmsar stofnanir voru settar á laggirnar
í því skyni að vernda íslenskt mál. Háskóli íslands varð höfuð-
vígi málveirufræðinganna. Nemendum, sem lögðu stund á ís-
lensk fræði, var gert að glíma við skýringardæmi sem meðal ann-
ars fólust í því að leita að málvillum, að plokka „lýs“ úr höfði
landans. Um leið tileinkuðu þeir sér yfirskilvitlega afstöðu mál-
veirufræðinganna. Margir þeirra urðu síðar kennarar á ýmsum
skólastigum, þar sem þeim gafst kostur á að boða fagnaðar-
erindið á meðal uppvaxandi kynslóðar. Auk þess hafa svokallaðir
norrænufræðingar upplýst almenning í landinu, af ótrúlegri
eljusemi, um nauðsyn þess að tala rétt mál, bæði með skrifum
sínum og útvarpsþættinum „Daglegu máli“. Á fimmta áratugn-
um kannaði Björn Guðfinnsson framburð í öllum byggðarlög-
um landsins, en til þess hlaut hann í upphafi styrk úr sjóði Ríkis-
útvarpsins, sem ætlað var að stuðla að „hreinsun" málsins. Björn
komst að raun um að „flámæli" væri mjög útbreitt í landinu,
og leiddi þessi „uppgötvun" hans til þess að gerðar voru sér-
stakar ráðstafanir til að útrýma „villunni“.3 Sérstaklega var at-
hyglinni beint að börnum frá „hljóðvilltum heimilum" (Halldór
Halldórsson 197 la:93).
Allt fram á þennan dag liafa málveirufræðingarnir þráast
við að telja fólki trú um að íslensk menning sé málfarslega
heildstæð. Halldór Halldórsson hefur til dæmis látið svo urn
mælt (1971a:83):
Eitt helzta aðalsmark íslenzkrar tungu er það hve heilleg hún er, ef svo
má að orði kveða. Ég á ekki aðeins við það, hve lítill munur er á máli í
einstökum landshlutum, heldur engu síður hitt hve lítill munur er á
máli einstakra stétta... Hér á landi búum vér við þau ákjósanlegu skilyrði
í málfarsefnum að vér getum talað móðurmál vort frá vöggu til grafar. Vér
þurfum ekki að læra aðra ísienzku í skólum en þá sem vér lærum á heimil-
unum.
Þrátt fyrir ákafar fullyrðingar um heildstæðni málsins eru
veirumenn iðnir við að útrýma ummerkjum sem benda til hins
gagnstæða: vaxandi sundurleitni.4 Raunar hefur lireinleiki
tungunnar lagst á sálina í þeim, ef marka má skrif þeirra:
Ég geri mér Ijóst að hér x Reykjavík er í uppsiglingu skrílmál, en það nær
til lægstu laga þjóðfélagsins í menningarlegum efnum. Mér þykir vafasamt