Skírnir - 01.01.1979, Page 185
SKÍRNIR VONT MÁL OG VOND MÁLFRÆÐI 183
leika“ nútímamáls og ágæti ýmissa nýjunga í málinu. Mann-
fræðingar hafa löngum vakið athygli á því að hugmyndir manna
um fortíðina móti um leið skilning þeiira á nútíðinni. Málfræð-
ingurinn W. Labov hefur líka bent á að slíkra hugmynda gæti
á meðal málvísindamanna:
I röðum málvísindamanna stendur sú goðsaga traustum fótum að fyrr á
tímum, áður en málvísindamennirnir komu til skjalanna, hafi málnotend-
ur verið samhentur og einlitur hópur sem fór rétt með málið. Allir líta þeir
svo á að málfélagið, sem rannsóknir þeirra beinast að, hafi orðið einhverj-
um spillingaröflum að bráð... En á síðustu árum hafa menn tekið að
gera sér grein fyrir að um er að ræða eðlilega framvindu — að sundurleitni
er ekki aðeins almennt ástand heldur einnig eðlileg afleiðing af grundvall-
areiginleikum málsins (Labov 1972a:203).
Þessi skarpa gagnrýni hittir næsta napurlega viðmið málveiru-
fræðinnar, þótt eins beri að geta í því sambandi: Hér á landi
lifa menn enn í fortíðinni:
... drjúgur hluti hinna elztu rita, umfram allt íslendingasögur, varð sífellt
lesefni þjóðarinnar öld eftir öld, svo að enn eru þær lifandi bókmenntir á
Islandi. Þessi samfella i máli og bókmenntum verður aldrei ofmetin ... Það
felst í því sem hér var sagt, að allt sem til er ritað á íslenzku, frá hvaða öld
sem er, ætti að standa opið hverjum læsum íslendingi. Og í megin dráttum
er það svo þegar breytilegri stafsetningu sleppir ... Þetta er staða tungu vorr-
ar i hnotskurn ... Þegar sagt er að íslenzkt mál hafi varðveitzt, þá er átt við
að formkerfi þess og meginorðaforði þess hafi bjargazt (Baldur Jónsson
1977:14, áherslubreyting G. P.).
Hreinn Benediktsson hefur hins vegar lýst þeirri skoðun að
slíkar „klisjur" um samfellu málsins séu „ýkjukenndar", þar eð
sumir þættir málsins, einkum hljóðkerfið, eða a. m. k. sumir
hlutar þess, hafi tekið „róttækum breytingum" í rás tímans
(1969:391).
Vissulega er það rétt að þær breytingar sem orðið hafa á ís-
lensku máli eru næsta smávægilegar séu þær bornar saman við
málbreytingar í nálægum þjóðtungum. Eigi að síður er ljóst að
þessar breytingar eru mun stórtækari en leikir jafnt sem lærðii
gera vanalega ráð fyrir. Sú fullyrðing að íslendingasögurnar
séu „lifandi bókmenntir sem standi opnar hverjum læsum Is-
lendingi" er til að mynda í meira lagi hæpin. Eins og Halldór