Skírnir - 01.01.1979, Page 188
GISLI PALSSON
186
SKÍRNIR
meira lagi hæpnar og afstaða þeirra gagnvart óviðurkenndu
máli mótuð af yfirskilvitlegum hleypidómum.
Hvað fyrra atriðið varðar hefur Magnús Pétursson nýlega
bent á að hefðbundnar hugmyndir um harðmœli og linmœli séu
villandi, að minnsta kosti ef liljóðmyndunin er höfð í huga.
Magnús heldur því fram (1977:185) að niðurstöður rannsókna
sinna stangist oft á við hefðbundnar hugmyndir um íslenska
hljóðfræði:
Fráblásnu lokhljóðin eru t. d. myndunarlega veikari en hin fráblásturslausu.
Myndunarlega eru fráblásin lokhljóð því ekki „hörð“.
Mörg dæmi um síðara atriðið, yfirskilvitlega dóma, er að
finna í verkum Halldórs Halldórssonar. Lýsingar hans á „mál-
villum“ eru iðulega óljósar og gildishlaðnar, eins og sést á
því að Halldóri er tíðrætt um „skrílmál", „málfar götunnar“,
„þágufallssýki" og „hljóðvillu". Sömu sögu er að segja um
rit Baldurs Jónssonar, fyrrum samstarfsmanns og nemanda Hall-
dórs, sem meðal annars hefur býsnast út af svonefndu „ung-
meyjaessi" (1978).
3. Brennimerking'
Gildishlöðnu hugtökin, sem nefnd voru að framan, þjóna
þeim tilgangi að draga upp dulúðuga mynd af ákveðnum mál-
afbrigðum. Sjaldan hirða menn um að gera nána grein fyrir því
livað hugtökin eiga að merkja, hversu algeng afbrigðin séu sem
þau vísa til, og hvar þeirra verði helst vart — meðal annars vegna
þess að slíkar yfirlýsingar hljóta að vekja pólitískar deilur. Og
vegna þess að íslenskir málvísindamenn hafa ekki talið það
verðugt rannsóknarefni að kanna dreifingu á „málvillum", eru
allir þankar í þessa veru hreinar getgátur. Eigi að síður er mikil-
vægt að hvetja til rannsókna á þessu sviði, ekki síst ef hafðar eru
í huga þrengingar viðmiðsins sem vísað hefur veginn hingað til.
í fyrsta lagi er unnt að nefna nokkur hljóðfræðileg, beyginga-
fræðileg og setningafræðileg afbrigði sem oft er vakin athygli
á í þættinum „Daglegu máli“ og kennarar kvarta gjarna yfir
(sjá til dæmis Helga J. Halldórsson 1975). í öðru lagi er að finna