Skírnir - 01.01.1979, Page 190
188 GÍSLI PÁLSSON SKÍRNIR
(Björn K. Þórólfsson 1925:86), tekur Björn Guðfinnsson fram
(1967:24): „Þetta er algjörlega rangt.“
„Þágufallssýkin“ er þó sennilega skýrasta dæmið um samhengi
málfars og þjóðfélagsstöðu. Athyglisvert er að málveirufræðing-
arnir hafa lagt kapp á að útrýma sýkinni án þess að gera minnstu
tilraun til að gera grein fyrir smitberunum og vaxtarskilyrðum
þeirra. Samkvæmt postillu Björns Guðfinnssonar (1967:60) er
„þágufallssýkin" „rangt“ mál. Einnig telur Helgi J. Halldórsson
(1975:170, 173) hana „brot á viðurkenndum málfræðireglum".
Þá lítur Halldór Halldórsson svo á að „villa“ þessi sé einungis
„götunni og fylgismönnum hennar“ samboðin (1976). Samt er
ekki ósennilegt að þetta tiltölulega unga setningafræðilega af-
brigði sé vísbending urn frekari breytingar sem ópersónulegar
sagnir eru undirorpnar nú á tímum. Móðurmálsverndararnir
beina oft spjótum sínum að setningum sem þessum: „Mér blakk-
ar til“ (í stað„e'g hlakka til“), „málin báru á góma“ (í stað „mál-
in bar á góma“). I fyrra dæminu kemur ópersónuleg mynd í stað
persónulegrar og í því síðara persónuleg beyging í stað óper-
sónulegrar. Þannig gætir bæði þeirrar tilhneigingar að gera
ópersónulegar sagnmyndir persónulegar og persónulegar mynd-
ir ópersónulegar.
Oftast er „frumlagið“ í ópersónulegum setningum í nútíma-
máli annaðhvort í þolfalli eða þágufalli. Sögnin sem um er að
ræða stjórnar jafnan fallinu en oft virðist valið á milli fallanna
handahófskennt; sbr. „mér líkar“, „þig lystir". Sennilegt er,
a.m.k. í mörgum tilfellum, að fyrr á tímum hafi „frumlag" óper-
sónulegra setninga verið andlag í persónulegum setningum og
lotið fallstjórn aðalsagnar. Síðar, þegar eiginlegt frumlag í
persónulegum setningum féll burt og setningarnar urðu óper-
sónulegar, tók andlagið stöðu frumlagsins og glataði þar með
andlagseigind sinni. Þetta skýrist með eftirfarandi setningum:
„Konan (frumlag, nefnif.) kitlaði karlinn (andlag, þolf.)“, „karl-
inn („frumlag", þolf.) kitlar“ og þar sem þágufallið hefur skot-
ið rótum, „karlinum (,,frumlag“) kitlar“. Á svipaðan hátt
mætti rekja „þágufallssýkina“ til breytinga þar sem andlags-
eigind frumlagsins hefur glatast. Þannig hefur þolfall vikið
fyrir þágufalli í setningunni „mönnum vantar vinnu“. Á liinn