Skírnir - 01.01.1979, Page 208
Orðaskipti um íslandssögu
SAGA ÍSLANDS III
Samin að tilhlutun Þjóðhátíðainefndar 1974
Reykjavík 1978
Nokkur töf hefur orðið á útgáfu Sögu íslands sem hafin var í tilefni þjóð-
hátíðarinnar 1974. En þriðja bindi verksins kom út í lok ársins 1978. Að út-
liti og allri ytri gerð er það mjög svipað hinum fyrri. Með nafnaskrá er bind-
ið 373 bls og er prýtt fjölda mynda, sumum í litum. Fjórir höfundar hafa
lagt til efnið, þeir Sigurður Lindal sem jafnframt er ritstjóri verksins, Bjöm
Þorsteinsson, Magnús Stefánsson og Jónas Kristjánsson. Fyrsta kafla bókar-
innar um stjórnskipunarhugmyndir og stjórnhætti í Evrópu til loka há-
miðalda (16 bls) hefur ritstjórinn Sigurður Lindal samið. Hann er einnig
meðhöfundur Björns Þorsteinssonar að öðrum kafla bókarinnar sem nefnist
Lögfesting konungsvalds og fjallar einkum um hinar æðstu pólitisku stofn-
anir sem koma við sögu íslands á árabilinu 1262—1319 (89 bls). Ennfremur
hefur Sigurður fært kafla Magnúsar Stefánssonar, þriðja kafla bókarinnar,
í íslenskan búning. Fleitir kaflinn Frá goðakirkju til biskupskirkju og fjallar
um sögu kirkjunnar frá um 1262 tii um 1358 (146 bls). Lokakaflann, bók-
menntasöguþátt Jónasar Kristjánssonar (89 bls), er Sigurður Líndal hins vegar
ekki beint viðriðinn. En af þessu má sjá að starf Sigurðar við þetta bindi af
Sögu Islands er mjög mikið og ber eins og útgáfan öll vott um elju og dugn-
að Sigurðar. Ennfremur er ljóst af þessu yfirliti að þungamiðja bókarinnar
hlýtur að teljast kafli Magnúsar Stefánssonar, þar er textinn mestur og rúm-
frekastur.
Kafli Sigurðar Líndals um stjórnhætti á miðöldum er greinargóður og að
ég hygg gagnlegur lesendum bókarinnar. Hér er gerð tilraun, að vísu í ákaf-
lega knöppu formi, til þess að lýsa að nokkru evrópsku baksviði hinna miklu
stjórnháttabieytinga senr urðu á íslandi á ofanverðri 13. og öndverðri 14. öld.
Aðfinnslur kunna að sumu leyti að vera ósanngjarnar vegna þess hve kaflinn
er stuttur, en þó koma einkum tvö atriði í hugann.
Annars vegar má ef til vill finna að því hvemig fjallað er um margumtalað
lénsskipulag. Sigurður tekur þar skýra afstöðu, hann telur óheppilegt að
nota hugtakið lénsskipulag almennt um landbúnaðarþjóðfélag þar sem bænd-
ur eru undir stórbændur og aðra gósseigendur gefnir, það gæti valdið mis-