Skírnir - 01.01.1979, Page 213
SKÍRNIR
ORÐASKIPTI UM ÍSLANDSSÖGU
211
Á bls 200—1 er lýst deilum um Haukadal út frá Árna sögu og hefur enn-
fremur verið stuðst við máldaga Haukadals frá öndverðri 14. öld (Dipl. Isl. II,
bls6G7—8) en þar segir að prestur og djákn skuli vera í Haukadal og eigi
kirkjan fjórðung í heimalandi. Málsatvik eru þau að Klængur Teitsson
hyggst ganga í Viðeyjarklaustur og vill að Ormur sonur sinn taki við Hauka-
dal af sér. Magnúsi Stefánssyni virðist ekki ljóst að Ormur er forboðaður,
þ.e. í banni Árna biskups samkvæmt sögunni (bls 119, útgáfa Þorleifs Hauks-
sonar af Árna sögu), og telur að Árni biskup hafi ætlað að breyta tilhögun
um varðveislu kirkju og kirkjufjár við ábúendaskiptin í Haukadal. Þá held-
ur Magnús því fram að Ormur Klængsson hafi neitað Oddi Svartssyni presti
um uppheldi eftir að Ormur hafði tekið kirkjufé Haukadalskirkju í trássi við
Odd. Ekkert bendir til þessa í Árna sögu heldur virðist Oddur hafa verið
áfram í Haukadal hjá Ormi að boði Árna biskups (bls 124 og 145 í sögunni).
Deilan milli Haukdæla og Árna biskups stendur m.a. um djáknaembættið
við kirkjuna (bls 123 í sögunni) og er Ketilbjörn klerkur sem minnst er á
í sögunni (bls 124) djákni en það virðist hafa vafist fyrir Magnúsi (Ketil-
björn er ranglega talinn prestur í nafnaskrá útg. Áma sögu). í Ijósi þessa
eru niðurstöður Magnúsar um Haukadalsmál (bls 201) einkennilegar auk
þess sem þær eru óskýrar. Kaflahöfundur virðist einfaldlega hafa misskilið
heimild sína.
I þessari umfjöllun um kirkjusögukafla Magnúsar Stefánssonar skal að lok-
um drepið á eina af merkustu heimildunum um staðamál en það er sættar-
gerðin í Ögvaldsnesi 1297. Texti sættargerðarinnar er prentaður í Diplomat-
arium Islandicum II, bls 323—5. Þar er hann prentaður eftir handritinu AM
350 fol, Skarðsbók, frá um 1363 sem yfirlcitt er gott handrit enda tekur Jón
Þorkelsson lítinn orðamun úr öðrum handritum „því að hann er að fáu
merkr" eins og Jón kemst að orði. Þó er textinn eins og hann er prentaður
og hefur oftast verið notaður allt frá dögum Finns biskups ekki góður á
einum stað. Það er málsgreinin sem hljóðar svo eftir Skarðsbók: at þeir stadir
i skalaholltz biskupsdpmi. sem kirkiur eigu allar. skulo uera undir biskups
forrædi. en þer sem leikmenn eigu halfar edr meir.... Orðið allar fellur
ekki að samhenginu og hefur þrautalendingin því oftast verið að klxpa r-ið
aftan af allar. Auk þess er þá gjarnan bætt við orðinu jarðir aftan við þer
eins og nokkur yngri handrit gera. Verður þá einhver meining i þessu. Nú
er sættargerðin til í uppskriftum sem hluti af samningi Gyrðs biskups og leik-
manna 19. júlí 1358 (Dipl. Isl. III. bls 120—2). Því miður hef ég ekki átt þess
kost að líta í Arnarbælisbók, AM 135 4to, sem er elsta uppskrift samningsins.
En í AM 161 4to sem er vandað og gott handrit frá 16. öld með samningnum
er ofan gieindur texti svona: ad þær iarder J skalholtz biskupsdæmi sem
kirkiur eiga allar skulu vera under biskups forradi. Enn þær sem leikmenn
eiga halfar edr meir.... Þessi texti hlýtur að vera réttari en texti Skarðs-
bókar enda allt með felldu og villurnar í Skarðsbók auðskýrðar sem misritun.
Þannig er þetta einnig í AM 138 4to og þannig er þetta prentað hjá Jóni
Sigurðssyni í Lovsamling for Island I, bls. 23. Textavillurnar í Skarðsbók hafa