Skírnir - 01.01.1979, Page 216
214 SVEINBJÖRN RAFNSSON SKIRNIR
Hænsa-Þóris sögu á Sturlubók Landnámu sé klausa í Þórðarbók Landnámu.
Hér hefði mátt skýra málin frekar.
Þessi bókmenntasögukafli Jónasar Kristjánssonar hefur þann mikla kost
að vera skrifaður á fallegu og skýru máli. Þó eru á honum vankantar sem
minnst hefur verið á og vekur það grunsemdir um að nokkuð flausturslega
sé að verki staðið, því að vissulega hefur höfundur sýnt að hann getur betur.
Þegar þetta nýja III bindi af Sögu íslands er skoðað sem heild tel ég að
það sé betra en fyrri bindin ef grein Magnúsar er talin frá. Verkið fer batn-
andi og á vonandi eftir að batna enn meir í næstu bindum. Nú veltur á
miklu að efnahags- og atvinnusögu þjóðarinnar verði gerð frekari skil en
hingað til í verkinu. Og ekki er annað eftir en að óska útgáfuaðilum til
lukku með árangurinn.
Sveinbjörn Rafnsson
ATHUGASEMDIR VIÐ RITDÓM
í skírni, 149. ári, 1975 birtist á bls. 210—22 ritdómur eftir Sveinbjörn Rafns-
son, sem fjallaði um tvö fyrstu bindi Sögu íslands. Var þar ráðist allmjög
á ritgerð mína, „Kirkjuvald eflist", í II bindi. Mér fannst gagnrýni Svein-
bjarnar að mestu leyti marklaus og ákvað að svara ekki ritdómnum til þess
að lenda ekki í tilgangslausu orðaskaki.
í Skirni 1979 á svo að birtast ritdómur eftir sama mann um III bindi, og
hefur mér borist hann í prentsmiðjuhandriti. Breytir það málinu, og get ég
ekki látið hjá líða að gera athugasemdir við hann. Tek ég fyrir atriðin í
sömu röð og þau koma fyrir i ritdómnum.
í sambandi við gagnrýni Sveinbjarnar á heiti ritgerðar minnar vil ég taka
fram eftirfarandi:
Hugtakið „goðakirkja" hefur lengi verið hluti af íslenskum sagnfræðiorða-
forða og ætti að vera vandalaust að nota það um kirkjuskipan þjóðveldis-
aldar. Sigurður Nordal bjó orðið til og notaði það um íslensku kirkjuna á
11. og 12. öld í „íslenzkri menningu", Rvík 1942, bls. 285 o.áfr. Hugtakið er
skýrgreint á bls. 296. Meðal annarra, sem nota það einnig um kirkjuskipan
Sturlungaaldar og fram á daga Árna Þorlákssonar, má nefna Björn Þor-
steinsson i nýútkominni „íslenskri miðaldasögu". Kirkjuskipan þjóðveldis-
aldar hélst áfram þar til kristinréttur Árna biskups var lögfestur, enda þótt
goðorðin hefðu horfið úr sögunni, þegar íslendingar gengu á hönd Noregs-
konungi 1262—64. Hugtakið „goðakirkja" notaði ég einnig í „Kirkjuvald
eflist" í Sögu íslands II, m.a. í heilum kafla á bls. 86—91 þar sem hugtakið
er skýrgreint.