Skírnir - 01.01.1979, Qupperneq 217
SKÍRNIR
ORÐASKIPTI UM ÍSLANDSSÖGU
215
Hugtakið „biskupskirkja" er notað um þá kirkjuskipan þar sem biskupi
hefur hlotnast það vald sem honum bar samkvæmt almennum lögum kirkj-
unnar. Því var ekki til að dreifa á þjóðveldisöld, sjá kafla minn um biskup-
inn í Sögu íslands IX, bls. 69 o.Afr. íslensku biskupakirkjunni hef ég lýst í
III bindi á bls. 155—166. Bæði þessi hugtök, „goðakirkja" og „biskups-
kirkja" — eða „biskupakirkja" —, eru notuð nákvæmlega eins og hjá mér
í áðurnefndri „íslenskri miðaldasögu" Björns Þorsteinssonar, samanber t.d.
bls. 257.
Þá á mér að hafa láðst að geta þess, hvenær Arna saga var rituð. A bls.
114 segi ég að hún muni sennilega vera skrifuð af Árna Helgasyni, sem var
systursonur biskups, einkaritari (kapellán) og eftirmaður (1304—1320). Engar
biskupasögur voru samdar að söguhetjunum lifandi. Svo framarlega sem
Árni Helgason hefur samið sögu móðurbróður síns, er Sveinbjörn ónákvæm-
ur þegar hann heldur því fram, að sagan geti ekki verið skrifuð í þvf formi
sem hún hefur varðveist í fyrr en 1304, þegar Árni Helgason var orðinn
biskup, því að hans sé minnst sem slíks í sögunni. Að mínu áliti getur hún
varla verið rituð fyrr en eftir heimkomu Árna Helgasonar úr vígsluför sinni
1305, sennilega síðla árs. Árna saga er örugglega samin á Islandi, m.a. hefur
höfundur haft full afnot af skjalasafni Skálholtsstóls.
Þá segir Sveinbjörn að ég ræði ekki í hvaða tilgangi sagan geti verið
skrifuð. Þó segi ég á bls. 114: „Sagan er varnarrit fyrir biskup, rituð eftir
forskrift kirkjulegrar sagnaritunar eins og aðrar biskupasögur." Á þetta er
sjaldnast minnst þegar fjallað er um söguna, t.d. hvorki í greininni um Árna
sögu í KLNM eða í Litteraturhistorie, Nordisk Kultur VIII:B.
Einnig á mér að hafa gleymst að höfundur Árna sögu sé að lýsa 30—40 ára
gömlum atburðum staðamála. Árna saga er samtiðarsaga í eiginlegum skiln-
ingi þessa hugtaks. Samanber skilgreiningu Knut Helles í „Norge blir en
stat“ 1974, bls. 15: „... forfatterne skildrer hendinger fra sin egen tid eller
kan i det minste bygge pá samtidige skriftlige nedtegnelser eller pá muntlige
beretninger av folk som har opplevd hendingene." Ef höfundur Árna sögu
er Árni Helgason, eins og almennt er talið, hafði hann sjálfur verið vitni að
staðamálum móðurbróður síns, sumpart í miðju atburðanna. Eins og ég hef
getið um áður, hefur höfundur haft fullan aðgang að öllum frumgögnum
frá tímum staðamála i skjalasafni Skálholtsstóls. Endursögn þessara frum-
gagna er stór hluti af sögunni, sem sjálf er orðin frumheimildin þar eð þessi
gögn hafa svo til undantekningarlaust glatast. Þar sem hægt er að gáta
endursagnirnar virðast þær áreiðanlegar. Ef fjalla á um staðamál Árna
biskups, er enginn annar kostur fyrir hendi en að byggja á Árna biskups sögu,
auðvitað krítiskt. í grein sinni um Árna sögu í KLNM segir Magnús Már
Lárusson: „Dens kildeverdi cr ... fortreffelig" og einnig, að sagan sé „den
bedste kilde til Islands historie i tiden fra 1270 til 1290“. Mun óhætt að
taka undir þessi ummæli. Sveinbjörn viðurkennir einnig að Árna saga sé
....ein helsta frásagnarheimild tímabilsins".
Sveinbjörn segir að meðferð mín á Árna sögu sé með „ ... slíkum endem-