Skírnir - 01.01.1979, Qupperneq 218
216
MAGNÚS STEFÁNSSON
SKÍRNIR
um að furðu gcgnir", og að ég sé án allrar gagnrýni hvað snertir höfund
Árna sögu og höfuðpersónuna, Árna biskup. Ég fell í „gildrur söguhöfund-
ar“. Hann nefnir nokkur dæmi, en þau eru ekki sérlega sannfærandi, og
liggur mér við að segja, að betur megi ef duga skal. Ég á t.d. að dást að
mannúðarsjónarmiðum Árna af því að ég slæ því föstu, þegar ég fjalla um
skipanir biskups á bls. 132, að í þeim séu m. a. ákvæði þessa eðlis. Ég hefði
hér getað bætt við skipan Árna biskups frá ca. 1292 um hjónavígslur,
helgihöld og kirkjuleiðslur kvenna. Að Árni biskup setti fram þessi og önn-
ur ákvæði í skipunum sínum, er óvefengjanlegt, en ekki veit ég að hve
miklu leyti þau eru frá honum sjálfum runnin eða hvort hann er hér að
framfylgja stefnu yfirboðara sxns, erkibiskupsins í Niðarósi. A.m.k. er skip-
anin frá ca. 1292 gerð með ráði erkibiskups.
Einnig á að vera ókrítískt af mér að telja Árna hafa verið gætinn og sátt-
fúsan. Sveinbjörn vitnar í bls. 148 í ritgerð minni. En honum yfirsést, að
ég er þar að lýsa fyrstu biskupsárum Árna, þegar allt lék í lyndi fyrir hon-
um. Afstaða hans var öll önnur eftir 1280, eins og ég get um á bls. 186 og
209 og bendi á að þess megi sjá merki í sögunni, að Runólfi ábóta f Veri
og söguhöfundi hafi þótt nóg um óbilgirni Árna á þeim árum. Hér er Svein-
björn ónákvæmur í lestri sínum og hefur misst af heildarsjónarmiðinu. Mat
mitt á Árna biskupi I'orlákssyni byggist í fyrsta lagi á þeim staðreyndum
sem við fáum vitneskju um í frásögn höfundar, og eru vissulega valdar úr
af honum, en alla vega óvefengjanlegar. í öðru lagi byggist skoðun mín á
Árna á kristinrétti hans, sem án alls efa er settur saman af honum sjálfum.
Hann gefur mjög glögga mynd af lögspekingnum Árna og einnig af stjórn-
málamanninum, málamiðlaranum, sem þekkir takmörk sín og veit hvað
framkvæmanlegt er. M.ö.o. þær upplýsingar sem kristinréttur Árná biskups
veitir um höfund sinn falla mjög saman við þá mynd, sem Árna saga gefur
af söguhetju sinni. Ég er ekki heldur einn um skoðun mína á Árna. Jens
Arup Seip, sem talinn er krítískur sagnfræðingur, klykkir þannig út f sam-
anburði á Jóni erkibiskupi og Árna biskupi: „Jon og Arne var to hpist for-
skjellige naturer. Begge hadde det store mál klart for 0ie. Men nordmannen
var en fanatiker, hensynslps og fjem fra menneskene. Arne var diplomat."
((Norsk) Historisk Tidsskrift, bd. 31, bls. 587.)
Svo virðist sem Sveinbirni finnist ómögulegt, að það geti farið saman að
finnast til um persónu, sem maður er að lýsa og taka til meðferðar, og vera
krítískur gagnvart henni. Samkvæmt þessu væri t.d. óleyfilegt að dást að
stjórnmálastefnu, stjórnmálaaðgerðum og persónuleika Jóns Sigurðssonar
og meta hann um leið krítískt. Að vera jákvæður er ekki sama og að vera
ókrítískur.
Að ég sé einnig gagnrýnislaus í aðdáun minni á höfundi sögunnar, — cn
það á að koma ódulið fram á bls. 194, — hefur ekki við annað að styðjast
en það að ég bendi á, að höfur.dur hafi ekki fallið í þá freistni að láta
annaðhvort Árna Þorláksson eða Hrafn Oddsson hafa yfirburði yfir hinn.
Báðir eru þeir litríkar og lifandi persónur, með þeim er jafnræði. Sveinbjörn