Skírnir - 01.01.1979, Page 219
SKIRNIR
ORÐASKIPTI UM ÍSLANDSSÖGU
217
fer ekki nánar út í, hvernig sagnfræðileg gagnrýni hefði átt að koma í ljós.
Ef ekki verða fundin fleiri eða betri clæmi um „gildrur" höfundar Árna sögu
og um gagnrýnislausa aðdáun mína á Árna sjálfum og höfundi sögu hans,
verð ég að telja mig hafa sloppið býsna vel frá þeim Vandamálum sem að
steðjuðu í þessu sambandi! Það er undarlegt misræmi milli fordæminga
Sveinbjarnar á skrifum mínum og þeirra nauðaómerkilegu atriða sem hann
setur fram máli sínu til stuðnings.
Lesendur geta sjálfir athugað hversu „tíðrætt" mér verður um ármann
biskups á bls. 160. í raun og veru skiptir þetta afar litlu máli, en er dæmi-
gert fyrir sparðatíning ritdómsins. Það sem hér skiptir máli er, að verið er
að koma á kirkjulegu dómskerfi (jurisdiksjonsapparat) á íslandi í náinni
samvinnu við erkibiskup og kirkjuyfirvöld í Noregi og ugglaust að miklu
eða mestu leyti eftir fyrirmynd þaðan, a.m.k. í upphafi. Ármaður biskups
er örugglega leikmaður í Noregi. Hlutverk hans eða verkefni voru mjög al-
menns eðlis, án þess að sérþekking á kristinrétti og kirkjulögum kæmu mikið
til greina. Hann er óbreyttur umboðs- eða þjónustumaður biskups. Líkurnar
benda einhlitt til þess að hanh hafi verið leikmaður einnig á Islandi.
Ég vík nú að Haukadalsmálum. Þar á mér heldur en ekki að hafa orðið
á í messunni. Ég á að hafa misskilið heimild mxna og kjarna Haukadals-
mála. Málsatvik eru þau að kirkjubóndinn í Haukadal, Klængur, hugðist
ganga í Viðeyjarklaustur og láta Orm son sinn taka við Haukadal að með-
talinni varðveislu kirkju, kirkjuhluta í Haukadal, kirkjufé og kirkjutekna
á sama hátt og verið hafði í tíð Klængs sjálfs, en hann hafði m.a. gert upp
kirkjuna þar. En jafn ótvírætt er að Árni biskup hugðist breyta tilhögun um
varðveislu kirkjunnar við ábúendaskiptin. Hann skipaði séra Oddi presti
Svartssyni, sem einnig var prófastur, „kyrkiu hlut j Haukadal" (Árna saga,
útg. Þorleifs Haukssonar, bls. 123), ásamt „kyrkiu fie“, en Klængur lét reka
það í rétt, telja, og mælti síðan: „Þetta fie greyde eg hinum sæla Martino
biskope er kyrkiu drottenn er hier j Hauka dal.“ Þessu næst var þetta kirkju-
fé, „vj kyr og Ix asaudar", markað Ormi. Séra Oddur bannaði Ormi „þa
þegar allt þetta fie og alla eign kyrkjunnar þar j Haukadal." Það er því
ljóst að Ámi biskup hafði ætlað að gera Haukadalskirkju með eignum og
tekjum að sjálfstæðri rekstrareiningu í höndum Odds. Þess vegna urðu
einnig deilur um kirkjutíund í Haukadal, ásamt biskupstíund, sem biskupar
höfðu til þessa látið ganga til kirkjunnar. Sjálfseignarstofnunin Haukadals-
kirkja gæti þá talist staður á sama hátt og t.d. Olafskirkja í Vatnsfirði með
sínum eignum, fyrst og fremst helmingi kirkjustaðarins, var eftir dóm erki-
biskups 1273. Um þvílíka staði eru fáein dæmi bæði fyrir 1297 og eftir, enda
þótt meginreglan væri, að staðir ættu alla heimajörðina, kirkjustaðinn, með
gögnum og gæðum auk fleiri eða færri útjarða. Á þessu byggist frásögn mín
um Haukadalsmál í Sögu íslands III, bls. 200 o.áfr. Að auki má vera — en
þetta er tilgáta mín — að biskup hafi með þessu ætlað sér að koma fótunum
fjárhagslega undir prófast sinn, Odd, sem þæði þá Haukadalskirkju ásamt
tekjum og eignum sem lén (beneficium) af biskupi. Þetta yrði þá hliðstætt