Skírnir - 01.01.1979, Qupperneq 221
SKÍRNIR
ORÐASKIPTI UM ÍSLANDSSÖGU
219
AM 135 4to bls. 222—23), AM 138 4to og AM 161 4to væru nær hinum upp-
runalega og rétta texta, get ég ekki séð að það hafi „örlagaríkar" afleiðingar.
Svo framarlega sem þær jarðir, sem um er að ræða, eru heimajarðir kirkju,
eða kirkjustaðir, og það virðist augljóst, verður kjarni málsins eftir sem áð-
ur hinn sami: Þær heimajarðir kirkju, sem kirkjan átti allar og tneð gögn-
um og gæðum, og sem voru ásamt kirkjunni sjálfri staðir, skulu hér eftir
vera undir biskups forræði. Einmitt það, að slíkar heimajarðir með kirkju
kölluðust staðir, gæti skýrt, hvers vegna hugtakið sjálft var tekið inn í text-
ann á þessum stað í Skarðsbók og elsta hluta Arnarbælisbókar, ef texti þeirra
er afleiddur og aflagaður á þessum stað. Ákvæðið fól allavega í sér, að Odda-
staður, Hítardalsstaður o.s.frv. gengu til kirkju og biskups, en allir staðir á
jörðum sem kirkjan átti helming í eða minna, t.d. í Vatnsfirði eftir 1273,
fóru til leikmanna. Að auki allar aðrar kirkjur, þar sem leikmenn áttu helm-
ing eða meira í heimajörðu, en sem ekki voru sjálfstæðar rekstrareiningar.
Þetta er nákvæmlega það sem ég held fram á bls. 224 í ritgerð minni. f hvor-
ugu tilfellinu fæ ég séð, að túlkun mín hafi misst marks.
Þá segir Sveinbjöm án varnagla að það sé rangt hjá mér að segja að venja
sé i dagsetningum skjala á þessum tíma að telja árið 1296 17. ríkisstjórnarár
Eiriks konungs. Tímabilið frá 10. maí 1296 til 10. maí 1297 sé 17. ár ríkis
Eiríks konungs. Vitnar hann í Diplomatarium Norvegicum I máli sínu til
stuðnings. Sveinbjörn hefði liér átt að kynna sér nýrri rannsóknir um þetta
mál. í ritalista á bls. 257 vísa ég til ritgerðar eftir Asgaut Steinnes: „Datcring
etter styringsár under Eirik og Hákon Magnusspnner 1280—99“, (Norsk) Hist-
orisk Tidsskrift 31 (1937—40) bls. 28—38. Sveinbjörn hefur augljóslega ekki
sinnt þessari tilvísun. Steinnes hafði komist að því, þegar hann vann að
„Gammelnorsk skatteskipnad", Oslo 1930, bls. 86f. og Oslo 1933, bls. 228, að
hin hefðbundna skoðun um ríkisstjórnarár bræðranna Eiríks konungs og
Hákonar hertoga fengi ekki staðist og í ofannefndri ritgerð tók hann því
til meðferðar öll bréf frá fyrrnefndu tímabili nema eitt, og niðurstaða hans
var, að þeir bræður hefðu einungis reiknað fyrsta ríkisstjórnarár sitt frá 10.
maí til áramóta 1280/81 og með nýársdag á jóladaginn. Þaðan í frá voru
ríkisstjórnarárin augljóslega reiknuð frá nýári til nýárs. Knut Helle fellst á
þessa tímasetningu Steinness og leggur hana til grundvallar í „Itinerarium
for kong Eirik og hertug Hákon 1280-99“ í , Konge og gode menn" bls. 605—
14. Knut Helle er þó ljóst að sættargerðin í Ögvaldsnesi veldur erfiðleikum,
cn Steinnes hafði sést yfir þetta skjal, þegar hann atliugaði þetta, ugglaust
af því að það er ekki með í Diplomatarium Norvegicum. Sættargerðin er
dagsett krossmessuaftan, þ.e. 2. maí eða 13. september, á sautjánda ríkis-
stjórnarári Eiríks konungs. Samkvæmt niðurstöðum Steinness ætti það að
vera 1296. Hins vegar er Flateyjarannáll einn til sagna um það, að Ámi
biskup hafi farið til Noregs 1296 (Isl. ann. ed. Storm bls. 385). Allir hinir
annálarnir segja Árna hafa farið utan 1297 (Isl. ann. 51, 72, 145, 198, 339,
486), og ég þorði ekki að hafna ártali þeirra. Ég held því fast við það sern
ég skrifa á bls. 223 o.áfr. um ártal og dagsetningu sættargerðarinnar. Dag-