Skírnir - 01.01.1979, Page 223
SKIRNIR
ORDÁSKIPTI tJM ÍSLANDSSÖGO
221
eins og „forskiiftir kirkjulegrar sagnaritunar" nema gerð sé skilmerkileg
grein fyrir þvi í hverju þær forskriftir eru fólgnar og hvernig þær hafa
mótað verkið.
4. I ritgerð sinni ræðir Magnús ekki afstöðu ritunartíma Árna sögu og
tíma atburða þeirra sem lýst er í sögunni. Þetta er einnig einn af hornstein-
unum sem byggja átti á. í stað þess virðist hugtakið „samtíðarsaga" að
mati Magnúsar leysa hann undan slíkri rannsókn.
5. Magnús ræðir ekki sérstaklega tilhneigingar (tendens) og úrvinnslu eða
úrval söguhöfundar varðandi það sem sagt er frá. Þetta er einnig einn af
hornsteinunum.
6. Magnús virðist ekki átta sig á því hvað ég á við með orðinu frásagnar-
heimild (d. og no. beretninger). Hann lætur Árna sögu hasla umræðu sinni
völl, tekur atburðarás og lýsingar í sögunni eins og þar sé öllu lýst rétt og
óbjagað, og fellir siðferðilega dóma um persónur og atburði á þeim grund-
velli. Að vera krítískur gagnvart pcrsónu í frásögn er gott út af fyrir sig, en
ráðlegt að byrja á að vera krítískur gagnvart frásögninni. Þarna spillir hið
óljósa samtíðarsöguhugtak Magnúsar fyrir fræðilegri úrvinnslu, og stórum
vænlegra, og reyndar sjálfsagt, hefði verið að beita nútímalegum vinnubrögð-
um sagnfræðinga varðandi frásagnarheimildir og sjá hver útkoman hefði
orðið þá.
7. Örfá orð um Haukadalsmál. Magnús virðist ófáanlegur til að átta sig
á því að Ormur Klængsson er bannfærður, er í banni skv Árna sögu, þegar
Klængur faðir hans afhendir honum Haukadal og kirkjuhlut þar. Það er
með fullkomnu ósamþykki Árna biskups og Odds prests að bannfærður mað-
ur skuli fá handsöl á kirknafjám. Það er ástæðan til andspyrnu þeirra Árna
og Odds skv sögunni, en ekki að Árni biskup hafi ætlað að efna til „sjálf-
stæðrar rekstrareiningar" í Haukadal enda hvergi um það getið í sögunni.
8. Magnús vill ekki skilja orð mín þegar ég ræði um textageymd sættar-
gerðarinnar í Ögvaldsnesi og sér þá ekki að nnnars vegar er um að ræða
uppskriftir sættargerðarinnar (þar sem texti hennar stendur einn) og hins
vegar uppskriftir á samningi Gyrðs biskups og leikmanna 1358 (þar sem
texti sættargerðarinnar er hluti af samningnum). Lesendur geta borið saman
bls 211, línu 34—37 í ritdómi mínum og bls 218, línu 10—12 í athugasemdum
Magnúsar til þess að ganga úr skugga um þetta. Greinargerð mín ætti að vera
auðskilin hverjum sem les rétt úr þessu. Það virðist ekki skipta Magnús máli
hver sé upprunalegur texti sættargerðarinnar, túlkun hans á henni virðist
óháð textanum.
9. Um tímasetningu sættargerðarinnar í Ögvaldsnesi er þetta að segja:
Ekki er liægt að tala um dagsetningu fornskjals sem venju, þegar aðeins
einn fræðimaður hefur haldið henni fram (hér A. Steinnes), ef aðrir fræði-
menn hafa síðar látið í Ijós fyrirvara (K. Helle) eða haldið fram annarri
skoðun (Björn Þórðarson).
Annað í athugasemdum Magnúsar Stefánssonar er ekki svaravert.
Sveinbjörn Rafnsson