Skírnir - 01.01.1979, Page 224
Ritdómar
EINAR HAUGEN
THE SCANDINAVIAN LANGUAGES
Faber and Faber, London 1976
Fáir hafa fram til þessa treyst til að gera skil þróun norrænna mála í heild
í bókarformi. Ýmsu hefur þótt ábótavant við bækur þær, sem einkum hefur
verið til að dreifa um þau efni, en þar er um að ræða bók Noreens Geschichte
der nordischen Sprachen (3. útg. 1913), bók Wesséns De nordiska spráken (9.
útg. 1969), bók Walshe Introduction to the Scandinavian Languages (1965)
og loks bók Stéblín-Kaménskijs Istorija Skandinavskikh jazykov (1953). Sú
fyrst talda stendur raunar vel fyrir sínu, þótt gömul sé, en þar er þróun
norrænna mála þó ekki rakin lengur en fram undir siðbót. Bækur Wesséns
og Walshe eru yfirgripskenndari, og bók Stéblín-Kaménskijs hefur enn ekki
verið þýdd á neitt vesturlandamálanna.
En nú er komin á markað u.þ.b. 500 síðna bók um norræn mál, og má
vænta þess, að hún eigi eftir að verða næsta fyrirferðarmikil meðal náms-
gagna í norrænum fræðum á háskólastigi næstu árin. Er því forvitnilegt að
sjá, hvernig til hefur tekist. Inngangs- og undirstöðurit af þessu tagi eru
mikilvæg kennslugögn; áhrif þeirra á þá, sem hyggja á frekari afskipti af
norrænum málvísindum, geta orðið varanleg og stefnumótandi — jákvæð eða
neikvæð eftir atvikum. Þetta leggur höfundi slíkrar bókar vissar skyldur á
herðar og er jafnframt skýring þess og afsökun, að umsögn þessi verður í
lengra lagi.
Höfundur er Bandaríkjamaður, norskur að ætt, fyrrverandi prófessor í
norrænum málum við Harvardháskóla og háskólann í Wisconsin. Hafa fáir
landar hans getið sér rneiri frægð fyrir rannsóknir á sviði norrænna mála.
Hann hefur um langt árabil stundað fjölþætt fræðistörf, jafnt á sviði al-
mennra málvísinda og sérsviði sínu, og íslenskum fræðimönnum ætti hann
að vera kunnur fyrir þau verk sín, sem varða íslenska tungu að fornu
og nýju.
Höfundur tekur fram í formála, að bókin sé ætluð jafnt fróðleiksfúsum
almúga (einkum sjö fyrstu kaflarnir) og námsfólki, sem er að hefja loka-