Skírnir - 01.01.1979, Síða 225
SKÍRNIR
RITDÓMAR
223
sprett í háskólanámi („the beginning graduate student"). Þá leggur hann
áherslu á, að fyrir sér hafi vakað öðru fremur að rekja þróun norrænna mála
í ljósi sögulegra og félagslegra fyrirbæra, og velur hann því viðhorfi nafnið
vistjrceöi tungunnar („ecology of language"). Bókinni er ætlað að vera ,,socio-
linguistic skelch", fremur en samanburðarmálfræði norrænna mála. Miklum
hluta bókarinnar er því varið til umfjöllunar um ytri aðstæður málþróunar
á Norðurlöndum. Verður reynt að meta það hér á eftir, hver ávinningur sé
að því efnisvali.
Bókinni er skipt í tólf kafla; sjö fyrstu kaflarnir (s. 23—94) eru ætlaðir „the
intelligent reader", kaflarnir fimm, sem þá taka við, eru fremur skrifaðir
fyrir háskólastúdenta. Kaflaskiptingin er miðuð við þróunartímabil norrænna
mála, þ.e. frumnorrænu, samnorrænu, fornnorrænu, norræn mál á miðöldum
og norræn mál á síðari öldum.
I fyrsta kafla er lýst staðsetningu norrænna mála, fjöldi málnotenda er til-
greindur og því strax slegið föstu, að öll eigi málin rót að rekja til „sam-
norrænu", sem gengið hafi á Norðurlöndum frá u.þ.b. 550—1050 e. Kr. Sam-
norræna hafi aftur klofnað frá vesturgermönskum málum á bilinu 100—450
e. Kr., og sé því skyldleiki norrænna mála mestur við þau vesturgermönsku.
Annar kafli er stutt yfirlit (10 s.) yfir norræn ritmál. Tæpt er á einstökum
atriðum um mun á rithætti, hljóðþróun og breytingar á stafsetningu, án þess
þó að nokkur skipuleg grein sé gerð fyrir því, hversu lesa skuli úr rittáknum
norrænna mála, og kann það að vera til nokkurs trafala fyrir enskumælandi
lesendur, en þeim er bókin væntanlega einkum ætluð. í þriðja kafla er nokk-
uð fjallað urn mállireinsunartilburði norrænna þjóða; þar er að finna töl-
fræðilegar upplýsingar um móðurmálskennslu, fjölda útgefinna bóka og ein-
takafjölda dagblaða, starfsemi bókasafna, og minnst er á fræðilega ástundun
norrænna mála utan Norðurlanda. Þá er talmál á Norðurlöndum afgreitt á
níu síðum í fjórða kafla; stuttlega er minnst á landfræðilega og félagslega
skiptingu mállýskna, og örlítið yfirlit yfir helstu mállýskusvæði hvers lands
er látið fylgja. Við þetta bætir höf. nokkrum hugleiðingum um lífsvonir mál-
lýsknanna, sem hann telur næsta litlar.
„Resource Languages" er heiti fimmta kafla. Þar ræðir höf. áhrif norrænna
mála hvers á annað, en j>ó einkum áhrif annarra mála á þau norrænu. Höf.
kemst að þvx, að íslenska og færeyska beri ljós merki danskra áhrifa; hins
vegar hafi okkur íslendingum „at least partially" tckist að sleppa við áhrif
lágþýskunnar. Ensk orð eru txð i íslensku talmáli, segir höf., en stranglega
bönnuð í riti. Svo er að sjá, að höf. telji kosti enskra áhrifa ekki alllitla, sbr.
orð hans um heillavænleg áhrif ensku á dönsku, norsku og sænsku, sem ekki
eiga við neinn vanda að glíma, þegar sinna þarf tæknilegum efnum eða
„imaginative literature". „A constant adaptation to the modern world has
made them jully caj>able of expressing the latest scientific and literary trends."
Sínum augum litur hver á silfrið. Höf. lofar nánari greinargerð um það,
hvernig brugðist er við vandanum í ]>eim málum norrænum, sem ekki hafa
átt ofangreindu láni að fagna, en þá greinargerð er hvergi að finna.