Skírnir - 01.01.1979, Qupperneq 229
SKÍRNIR
RITDÓMAR
227
Höf. setur kenninguna fram í þeirri mynd, sem hún hefur einkum hlotið
í umfjöllun þeirra Arndts, Antonsens og Voyles. í sem stystu máli er boð-
skapur hans sá, að eftir brottför gota til sólarlanda hafi vesturgermanir og
norðurlandabúar talað því sem næst („relatively unijied") sama málið, —
„norðvesturgermönsku" (Nvg), og séu rúnaristur fram til u.þ.b. 500 e. Kr.
beinar heimildir um það mál. Og þær rúnaristur eru í senn fáar, torráðnar
og þögular um þau atriði, sem úr þessu gætu skorið, þannig að röksemdimar,
sem í þær verða sóttar, eru langoftast „argumenta ex silentio".
Höf. rekur fyrst örfá sameiginleg einkenni norrænu og gotnesku og finnst
lítið um. Lögmál Holtzmanns er „a common enough type of change“,
segir hann. (Aþekka breytingu í færeysku telur hann þó „striking" og
„unique" á s. 34). Rúnirnar þegja um þetta atriði. í 2. p. et. þát. sterkra
sagna er endingin -t í norrænu og gotnesku, en -e eða -i í vesturgermönsku.
(Oll vesturgermönsku formin eru raunar röng, engils. á að hafa form-
ið nöme — ekki nceme (s. 109) eða nume (s. 158), og fornsaxn. riami (ekki
nami).) Vesturgermönsku formin eru sótt í óskhátt, segir höf. Slíka tilgátu
er erfitt að verja, og ekki styður hún kenninguna um Nvg.
Skammar signingar eru hafðar yfir breytingunni /u/-»/o/, sem verður við
tiltekin skilyrði í gotnesku og austurnorrænu. Lesanda er látið eftir að lesa
úr véfréttarorðunum „ESc and PSc o haue separate derivations from Go. au.“
Og hann klykkir út með orðunum: „Most of the agreements between EGmc
and NGmc are either common retentions from PGmc (as the Tn- declension
of the present participle) (svo) of common selections from available PGmc
alternatives." Gaman hefði verið að fá nánari greinargerð fyrir fullyrðingu
sem þessari.
Annað verður uppi á teningnum, þegar raktar eru breytingar, sem höf.
tekur m.a. upp eftir Voyles og telur hafa orðið, þegar Nvg. var „a single
dialect". Sextán atriði eru rakin; „impressive list“, finnst höfundi.
Skal nú reynt að stikla á stóru. í Nvg. á áherslulaust a að hafa orðið o á
undan m. Rúnirnar þegja um þetta. Bornar eru saman myndirnar ísl. berum
og fhþ. berumes, þessu til stuðnings. En algengari mynd í fhþ. er berames,
jafnforn hinni.
í þgf. et. kk. sterkra lo. á a að hafa orðið u samkv. höf. Sú breyting verð-
ur í engilsaxnesku, en ekki í öðrum vesturgermönskum málum. Og rúnirnar
þegja sem fastast um þetta atriði.
Og þannig mætti Iengur rekja. Aldursmunur heimilda er hvergi tekinn
með í reikninginn, og ekki er dregið í efa, að vesturgermönsk mál hafi verið
samfelld heild fram til 500 e. Kr.
Þrjár hljóðbreytingar, sem höf. telur til, eru þó þess eðlis, að vert er að
fjalla um þær nokkru nánar.
1. Germ. ~e varð <T í norrænu og vesturgermönsku; hélst f gotnesku. Sú
breyting virðist um garð gengin ( elstu rúnaristum norrænum, og höf. segir
hana hafa orðið, þegar Nvg. var eitt mál. En þessi breyting breiddist út um
þýska málsvæðið — frá suðri til norðurs — á bilinu frá 4. til 8. aldar e. Kr.,