Skírnir - 01.01.1979, Side 230
228
SKÍRNIR
JÓN GUNNARSSON
og ekki er það beinlínis til stuðnings kenningunni um Nvg., að breytingin
er einnig austurgermönsk, nær til máls Búrgúnda. Þetta gerir skírskotun til
sameiginlegs sérhljóðakerfis norrænu og vesturgermanskra mála ærið vafa-
sama, og sama er að segja um næsta atriði.
2. a-hljóðvarp af u er einnig tekið með í skrá einkenna Nvg. En það hljóð-
varp er háð býsna ólíkum skilyrðum, þar sem það á sér stað. Ekki vottar
fyrir því í forngotlensku, frekar en í gotnesku; það hefur ekki náð til allra
austurnorrænna mállýskna, og er ekki útilokað, að rúnaristur endurspegli
þá dreifingu; ristur, þar sem þetta hljóðvarp vantar, eru allar af
þeim svæðum. Svo er að sjá, að þetta hljóðvarp hafi ekki átt sér stað í máli
langbarða (vesturgermanska); hins vegar hafa menn viljað sjá merki þess
í Krímgotnesku. Kenningin um Nvg. á sér því litla stoð í þessari hljóðbreyt-
ingu.
3. Líklega endurspeglar sú breyting forn mállýskuskil, að ö i bakstöðu
verður a í gotnesku, en u annars staðar. En þá verða menn einnig að hafa
í huga, að 400—500 ár liðu frá brottför gota frá Norðurlöndum, þangað til
Wulfila gerði biblíuþýðingu sína, og 800—900 ár liðu, þangað til fram koma
fyrstu heimildir vesturgermanskar, sem skera úr um þetta. Samanburðurinn
verður eftir því vafasamur.
Þá hafa verið rakin nokkur dæmi, sem höf. heldur að lesanda sínum um
það, hversu flokka skuli germönsk mál. Ekki er minnst á þann fjökla ein-
kenna, sem sameina gotnesku og mállýskur á Skandinavíuskaga austanverðum;
hefðu þó slík atriði verðskuldað einhverja umfjöllun í 500 síðna doðranti um
norræn mál. Ekki er vel ljóst, hvers vegna höf. er svo í mun að halda að
lesanda kenningunni um Nvg., svo auðhrakin sem hún er.
Höf. telur ekki rétt að taka neitt mið af þeirri niðurskiptingu germana í
Istveóna, Ingveóna og Ermínóna, sem fram kemur í ritum fornaldar. Þar segir
hann, að ekki hafi verið um að ræða mun á máli, heldur „associated but
complementary emphases (svo) with a common religion", hvað sem það kann
að merkja. í þýskri mállýskulandafræði hefur þó verið tekið mið af þessari
skiptingu á síðari árum, án allrar rómantíkur, ekki síst í verkum þeirra
Frings og Xirmunskijs, sem höf. vitnar raunar til, og varða beinlínis hverja
þá kenningu, sem byggir á, að vesturgermönsk mál hafi verið samfelld heild
um Kristsburð.
Kaflanum um frumnorrænu lýkur með stuttri umfjöllun um eldri rúnirn-
ar og tilurð þeirra. Um málið á ristunum hefur höf. lítið að segja: það sé
í aðalatriðum Nvg., eins og af ofangreindu leiðir. Sú regla í norrænum mál-
um, að sögn standi næstfremst í setningu, var ekki enn komin á, segir höf.
(s. 125). Tekin eru saman þau beygingarform no. og so., sem lesa má úr rist-
um fyrir 500 e. Kr. Lengdarmerkjum er aukið yfir sérhljóða, og vekur athygli
að gert er ráð fyrir a sem endingu veikra karlkynsorða í nefnifalli. Annars
staðar í bókinni eru þau ýmist endurgerð með 'e eða a án sýnilegrar reglu og
án stjörnumerkinga. Lokaorð höfundar um rúnamálið fyrir 500: „We con-