Skírnir - 01.01.1979, Side 231
SKÍRNIR RITDÓMAR 229
clude that this language was only mildly Sc; it was still part of a NWG
unity ...“
Samnorræna tímabilið náði frá u.þ.b. 550 til 1050 at mati höf. Hann gerir
ráð fyrir, að mállýskumunur hafi verið næsta lítill á þessu tímabili; það sé
ekki fyrr en undir lok þess, að fram komi þær breytingar, sem skilja að
austur- og vesturnorræn mál. Austurnorrænu telur höfundur ekki beinlínis
sérstaka mállýsku, heldur „the sum of certain innovations", sem virðist nokk-
uð vafasöm fullyrðing. Einkenni eru rakin á s. 200. Landnám svía austan
Eystrasalts segir höf. hafa átt sér stað á þessu tímabili, en þó munu fornleifa-
fræðingar á einu máli um, að það landnám sé a.m.k. 1500 árum eldra. Hefur
það gefið tilefni til frumlegra vangaveltna um stöðu mállýsknanna austan
Eystrasalts, sem eru fornlegar um margt, en þess er lítt getið í bókinni.
Þá eru raktar breytingar þær á rúnunum, sem urðu á þessu tímabili, þ.e.
fækkun þeirra úr 24 í 16. Höfundur telur fækkun rúnanna endurspegla þá
miklu fjölgun hljóðunga, sem hljóðbreytingar á þessum tíma höfðu í för
með sér. Slíka kenningu er vitaskuld erfitt að verja, og ógerningur er að verja
niðurstöður höf.: „old phonemic distinctions are preserved, but new ones
are disregarded" (s. 144). (Hvað með e og o?) Höf. verður tíðrætt um fullkom-
leika rúnanna víðar í bókinni. Um eldri rúnirnar segir hann, að þær hafi
verið því sem næst fullkomin hljóðungaritun „an almost one-to-one repre-
sentation" (s. 119). Þær voru raunar heldur skárri, þótt þetta sé að vísu mjög
ofmælt. Þær eldri notuðu t.d. 5 rúnir fyrir 10 sérhljóð, þær yngri nota 4
rúnir til að tákna a. m. k. 20 sérhljóð. Það yfirgengur skilning undirritaðs,
hvernig hægt er að líta á breytinguna sem framför og aðlögun að málþróun.
Upphaf samnorrænu er miðað við 4 atriði: brottfall sérhljóða, fjölgun sér-
hljóðunga í áhersluatkvæðum, hljóðvörp og breytingar á samhljóðakerfi. Þar
fer höf. troðnar slóðir. Brottfallið skýrir hann sem vélræna afleiðingu áhersl-
unnar á fyrsta atkvæði. Því fylgir sú kenning, að aukaáhersla geti hindrað
brottfall; það er slæm kenning. sem leiðir til hringályktana. Þannig er sagt,
að viðskeytið -il- hafi haft aukaáherslu, og sérhljóð þess hafi því bjargast, en
nokkrum línum neðar er dæmi um brottfall þess (s. 151). A næstu síðum eru
rakin allmörg dæmi frumnorrænna forma og samnorrænna, og hvergi er
stjörnumerking notuð.
Líklega er höf. einn á báti um það, að telja 20 sérhljóðunga í samnorrænu
(að þeim nefkveðnu frátöldum). Umfram þá, sem venjulegast eru til taldir,
gerir hann ráð fyrir /g/, stuttu og löngu.
Þf. flt. dagan -» daga er að finna á s. 151, en nh. faran -» fara á s. 153. Eldri
form lo. ungur verða nokkuð fjölbreytt: fst. jungaR á s. 155, mst. jung-iR-e
á s. 157, en ungiRá á s. 153.
Nýstárleg er sú tilgáta höf., að breytingin á endingu 3. p. et. nút. (ð/þ -* R)
geti verið „phonological" á sama hátt og breytingin izwiz-* yðr í fornöfnum
(svo s. 158). Og kyndug er eftirfarandi greinargerð: „The perfect participle
retained its -a- (e.g. USc bit-an-aR bitten) long enough to avoid utnlaut of