Skírnir - 01.01.1979, Page 233
SKÍRNIR
RITDÓMAR
231
sagt er um forfeður okkar á þessum tíma og ritstörf þeirra, að þeir hafi verið
„to a great extent dealing with materials derived from Norway, which they
continued to feel as their motherland even during the life of the Icelandic
Republic“ (s. 188). Og það skyldi þó ekki vera, að lágt verð á sauðargærum
hafi hvatt menn til ritstarfa hér freniur en annars staðar? (s. 193). Á þessum
tíma fara mállýskur fyrst að myndast og koma í Ijós, segir höf., eins og áður
var rakið.
Ekki er það rétt, þegar höf. segir, að /ó/ og /ý/ séu fallin saman í elstu
handritum; munarins á /0/ og /0/ sér þar hins vegar ekki stað.
Þá eru skráð (s. 200) helstu atriði, sem greina austurnorrænu frá vestur-
norrænu, og á kortum er lýst einföldun tvíhljóða, klofningu og samlögun
nefhljóða. Dæmið um klofningu er e.t.v. dálítið óheppilega valið, þ.e. sögnin
stela, sem hefur klofningu í austurnorrænu og einnig í færeysku, og gefur því
ekki sem trúverðugasta mynd af útbreiðslu klofningar. Höf. segir, að hljóð-
dvalarbreyting hafi átt sér stað í öllum norrænum málum (s. 206). Nokkuð
er það ofmælt; hljóðdvalarbreyting hefur enn ekki átt sér stað um öll Norð-
urlönd.
Á tveimur síðum eru rakin helstu atriði í breytingum á beygingu í elstu
dönskum (sjálenskum) málheimildum. Síðan kemur fjögurra síðna „Check-
list of Dialectal Criteria in OSc Manuscripts", sem kemur að nokkru í stað
greinargerðar fyrir málbreytingum á þessum tíma.
Sitthvað má e.t.v. betrumbæta þar. Sagt er, að ummerki R-hljóðvarps séu
horfin (svo) í dönsku, sænsku og gotlensku þessa tímabils, en R-hljóðvarp er
talið gotlenskt einkenni á s. 200.
Loks er fjallað um þær miklu breytingar, sem urðu á orðaforða málanna
á þessum tíma, ensk tökuorð og lágþýsk.
Þessum kafla fylgja 20 síður með ljósmyndum af rúnaristum og handrit-
um ásamt þýðingum. Nokkrar villur hafa laumast í þýðingu höf. á sýnis-
horni því, sem gefið er úr Alvíssmálum. „Bygg heitir með mönnum, en barr
með goðum", „the „bearer“ among gods“, þýðir höf. „Alfar lagastaf", verður
„alestarter“ among elves“\ „kalla hreinalög jötnar" verður „„pure seawater"
say the giants". Villa hefur slæðst í umritun höf. á niðurlagsorðum fyrstu
málfræðiritgerðarinnar: „viðleitni rnina" er orðið „viðlaun mina“.
í ellefta kafla er rakin saga málanna fram undir 1550. Þeim kafla fylgja
11 mállýskulandakort, sem talsverður fengur er að. Að stofni til er þar um
að ræða kort þau, sem höf. lagði fram á málfræðiþinginu í Reykjavík 1969,
sum breytt og færð til betri vegar.
Fyrsta kortið sýnir svæði, þar sem einhljóð hafa að einhverju leyti tví-
hljóðast. Þá eru rakin á korti gagnkvæm áhrif rótaratkvæðis og áherslulauss
sérhljóðs í bakstöðu í næsta atkvæði.
Á kortinu á s. 264 er gerð grein fyrir varðveislu áherslulausra sérhljóða
(eins, tveggja eða þriggja) og brottfalli sérhljóða. Þessum fyrirbærum hefði
tvímælalaust verið réttara að lýsa á a.m.k. tveimur kortum; sú framsetning,
sem höf. hefur valið, er villandi og stundum beinlínis röng. Það eru til all-