Skírnir - 01.01.1979, Page 234
232
SKÍRNIR
JÓN GUNNARSSON
mörg dæmi um það, að brottfall eigi sér stað við tiltekin skilyrði í mál-
lýskum, en áherslulaus sérhljóð varðveitist við önnur skilyrði. Þannig
er til dæmis brottfallslínan látin fylgja suðurmörkum Þrændalaga, og
lendir þá mállýska höfundar, málið í Oppdal, á brottfallssvæðinu. Hitt
kemur ekki fram, að munur áherslulausra sérhljóða hefur varðveist þar
allvel við ýmis skilyrði. Samkv. kortinu varðveitir færeyska aðeins -a og -e
(svo) í áherslulausum atkvæðum, og þarf að leiðrétta það. Á sama hátt þarf
að leiðrétta það, sem segir á kortinu um mállýskurnar frá Vestur-Ögðum til
Sogns. Og rangt er að auðkenna Eistlandssænsku svo, að þar varðveitist -e
á eftir löngu atkvæði. Hún á einmitt heima á brottfallssvæði, ef samræmi
á að vera í kortinu. Fleira mætti að því finna, og greinargerð höf. 1 texta
fyrir brottfalli, sérhljóðajafnvægi og samlögun sérhljóða er alltof stuttara-
leg og stundum röng; sérhljóðajafnvægi er t.d. talið norðursænskt og austur-
norskt fyrirbæri, en þess látið ógetið, að það kemur einnig fyrir í elstu
heimildum frá Skáni.
Framgómun gómhljóða eru gerð skil á tveimur kortum. Nokkurs ósam-
ræmis gætir um hljóðritun þar og annars staðar í bókinni; [dz] og [t£| í mál-
lýskunum eru ýmist hljóðrituð [dj] eða [dz], [tj] eða [t$], og þyrfti að sam-
ræma það betur. Á s. 271 eru afmörkuð sérstaklega þau svæði, þar sem fram-
gómun verður ekki yfir orðhlutaskil inni í orði. Það svæði er gert allt of
stórt; framgómun yfir orðhlutaskil á sér t.d. stað bæði í Valdres og Halling-
dal.
Þróun l (og nn að nokkru) fær sérstakt kort, einfaldað mjög. Rismælt
tannhljóð og „þykkt 1“ eru síðan tekin fyrir; þá hvarf -t og -n á eftir áherslu-
lausum sérhljóðum. Á korti á s. 282 er gerð grein fyrir tegundum áherslu í
norrænum málum, og tegundir ákveðins greinis eru loks raktar á korti á s.
295. Nokkuð er það kort villandi, að því er varðar Island; út úr kortinu
verður ekki lesið annað en að íslenska hafi tvíyrtan greini, og íslensku er
ásamt færeysku og ýmsum norskum og sænskum mállýskum skipað i mengi
þeirra mállýskna, sem varðveita þágufallsmyndir með greini. Hætt er við,
að þetta geti ruglað einhvern.
Umfjöllun höf. um mállýskusvæði á Norðurlöndum stingur nokkuð í stúf
við hina afdráttarlausu afgreiðslu hans á skiptingu germanskra mála. í orð-
um hans ,,The realization of dialectologists that each innovation has its own
isogloss makes it hazardous indeed to set up dialect boundaries", má greina
bergmál frá bernskuskeiði mállýskufræða á öldinni, sem leið. Helst er að
skilja á höf., að hann telji möguleika á skipulegri umfjöllun um mállýskur
Norðurlanda næsta litlar. Engin tilraun er gerð til að afmarka mállýskusvæði
landanna á skipulegan hátt, og ekkert kort yfir mállýskusvæðin fylgir bókinni,
eins og þó er venja í handbókum um einstök norræn mál. Höfundur lætur
nægja að telja upp þær hindranir, sem helst eru í vegi mállýskurannsókna,
getur þess, að fræðimenn séu ekki á eitt sáttir — sundurþykkjan er þó hvergi
nærri jafnmikil og ráða mætti af bókinni.
Niðurstaðan verður sú, að höf. leggur því sem næst að jöfnu þau mállýsku-