Skírnir - 01.01.1979, Page 237
SKÍRNIR
RITDÓMAR
235
mætti færa til betri vegar; færeyska nafnið á Norðureyjum er annaðhvort
Norðoyar eða Norðoyggjar, en ekki Norðuroyjar (s. 257 og víðar); skruþer á
fornsænsku merkti ekki hið sama og shroud á ensku; Rasmus Rask stofnaði
ekki Fjölni þremur árum eftir dauða sinn (s. 398), og ekki er vitnað til kvæða
Einars Benediktssonar yfir anddyri Háskóla íslands (s. 399). Dálítið er af
prentvillum í ritinu. Moltke Moe er kallaður Molkte, þar sem hans er getið;
.,Wendish“ á s. 165 á að vera Venetic, og „Otnadene" næstefst á s. 463 á að
vera Otpadenie. Skal nú ekki þreyta lesandann með frekari upptalningu, og
mætti þó tína margt til enn. Að málfræðiköflum frátöldum er bókin lipur-
lega skrifuð og skemmtileg aflestrar. Ekkert vantar á frágang hennar; pappír
góður, prentið skýrt á myndum þeim, sem bókinni fylgja, og skýra e.t.v. að
nokkru verð hennar, en það er 20 sterlingspund. En enginn gerir svo öllum
Iíki, og ekki hefur höfundi tekist það með þessari bók.
Jón Gunnarsson
M. I. STEBLIN-KAMENSKIJ
ISTORICESKAJA POETIKA (SÖGULEGUR SKÁLDSKAPUR)
Izdatel stvo Leningradskogo Universiteta, Leningrad 1978
Þessi nýja bók Steblin-Kamenskijs, prófessors í norrænum fræðum í Lenin-
grad, er safn ritgerða hans um langt árabil. Að undanteknum tveimur síð-
ustu ritgerðunum hafa allar ritgerðirnar áður birzt á prenti á ýmsum mál-
um, þar af ein á íslenzku í Tímariti Máls og menningar 1959, bls. 63—71.
Aður en ritgerðirnar voru teknar upp í þetta nýja safnrit, voru sumar þeirra
styttar lítillega, en að öðru leyti hefur ekki verið haggað við efni þeirra.
Enda þótt titill bókarinnar sé Sögulegur skáldskapur, segir það ekki alla sög-
una um efni hennar, því að undantekinni fyrstu og síðustu ritgerðinni fjalla
allar hinar níu um íslenzkar fornbókmenntir og því á þessi bók framar öllu
erindi til Islendinga og íslenzkra fræðimanna. Það er skoðun höfundar, sem
hann rökstyður á ýmsum stöðum í bók sinni, að forníslenzkar bókmenntir
séu öðrum fremur til þess fallnar að varpa ljósi á þróun bókmennta yfirleitt
sem fyrirbæri í þróunar- og þroskasögu mannkynsins og því eru þessar rit-
gerðir einnig hugsaðar sem framlag til sögu og þroska mannsandans. Það,
sem tengir allar ritgerðirnar ellefu saman, er viðhorfið gagnvart bókmennt-
unum, einkum það, hvernig þær hafi orðið til. Slíkt er einnig viðhorf í sögu-
legri bókmenntafræði. Af þessu viðhorfi er titill bókarinnar dreginn eins og
höfundur skýrir í stuttum inngangsorðum.
Innihald bókarinnar eru eftirfarandi ritgerðir:
1. Lýsingarorð notuð sem nafnorð í fornenskum skáldskap (þróun forn-
ensks skáldskaparstíls) (bls. 4—39).
2. Kenningar fornskáldanna (bls. 40—64).
3. Forníslenzka skáldskaparorðið „dróttkvætt" (bls. 65—69).