Skírnir - 01.01.1979, Page 238
236
MAGNÚS PÉTURSSON
SKÍRNIR
4. Ljóðrænn skáldskapur („lýrik") fornskáldanna (bls. 70—89).
5. Staða skáldskapar fornskáldanna í heimsbókmenntunum (bls. 90—102).
6. Athugasemdir um tilurð bókmenntanna (um sögu bókmenntalegrar
skáldskaparhugsunar) (bls. 103—111).
7. Islendingasögurnar (bls. 112—127).
8. Þjóðfræði, bókmenntir og vandamálin varðandi framfarir í bókmenntum
(bls. 128-143).
9. Nokkrar athugasemdir um viðhorf gagnvart miðaldabókmenntum (bls.
144-150).
10. Ófreskjur, goð, hetjur (bls. 151—157).
11. Lofgjörð hlátursins (bls. 158—173).
Svo sem sjá má af þessu efnisyfirliti, fjalla þessar ritgerðir um ýmis erfiðustu
atriði íslenzkra bókmennta. Um öll þessi atriði hefur verið mikið skrifað, en
engu að síður er fengur að framlagi Steblin-Kamenskijs, en oft ganga skoð-
anir hans þvert á það, sem má kallast viðurkennt meðal fræðimanna.
I greininni „Kenningar fornskáldanna" er aðalkenning höfundar sú, að
fornskáldin séu listamenn formsins en ekki efnisins. Efnið er fengið skáldinu
upp í hendurnar, en það skapar ekki efnið, sem kvæðið er um. Þessi skáld-
skapur er því vitnisburður um visst þróunarstig í bókmenntum, tímabil þeg-
ar skáldið var aðeins höfundur formsins, en ekki efnis eða innihalds verksins
eins og höfundur nútíma skáldverks. Um þetta efni fjallar einnig fimmta rit-
gerðin, en þó frá svolítið öðru sjónarmiði.
I ritgerðinni „Forníslenzka skáldskaparorðið „dróttkvætt““ eru raktar skoð-
anir ýmissa fræðimanna varðandi þetta orð og hina fornu skáldskaparlist,
sem því er tengd. Sjálfur telur höfundur og færir að því rök, að kvæði ort
undir þessum bragarhætti hafi verið samin fyrir tvær raddir eða tvo kóra,
sem skiptust á við framsögnina. Eina alvarlega mótbáran gegn þessu sjónar-
miði er sú, að hvergi er getið í heimildum um slíkt (bls. 68). Þó telur höf-
undur, að þessi mótbára sé ekki afgerandi, því að í íslendingasögum séu ýmis
atriði, sem brjóta gegn sögulegum staðreyndum. Þögn heimilda um þetta at-
riði geti því ekki skoðazt sem úrslitarök til að hafna þessari skýringu.
I ritgerðinni „Ljóðrænn skáldskapur fornskáldanna" ræðir höfundur vítt
og breitt um þau atriði. sem telja mætti „lýrísk" í ýmsum fornum kvæðum.
Niðurstaða hans er neikvæð og telur hann, að hvergi finnist raunverulegur
ljóðrænn skáldskapur, þótt að vísu megi segja, að á honum örli á nokkrum
stöðum. Skýrasta dæmi um ljóðrænan skáldskap er að hans áliti í Sonatorreki
Egils Skallagrímssonar, en þar sé að finna hina djúpu og innilegu tilfinningu,
sem einkennir þessa tegund skáldskapar.
Ritgerðin „Islendingasögurnar“ var upphaflega inngangur að rússneskri
útgáfu á þýðingu nokkurra Islendingasagna, sem komu út í safnriti í Moskvu
árið 1973. Þessi ritgerð er því stíluð til fróðleiksfúss almennings. en hún er
svo vel skrifuð, að einnig fræðimenn munu hafa gagn af lestri hennar. Sér-
staklega áhugavert er fyrir Islendinga að sjá þannig íslendingasögurnar frá