Skírnir - 01.01.1979, Síða 239
SKÍRNIR
RITDÓMAR
237
sjónarmiði gjörólíks erlends tungumáls. í rauninni eru þessar sögur óskiljan-
legar, nema í íslenzku landslagi, en um það sannfærast menn ekki, nema þeir
líti islenzka náttúru. Því verður vandaðasta þýðing aldrei nema ófullkominn
glampi af ljóma frumritsins eins og höfundur skýrir í þessari ágætu ritgerð.
Níunda ritgerðin er svar við gagnrýni Peter Hallbergs á bók höfundar
„The Saga Mind“ (Odense University Press, Odense 1973). Milli Peter Hall-
bergs og Steblin-Kamenskijs ríkir grundvallarágreiningur um eðli íslend-
ingasagna. Hvorum höfundi menn kjósa að fylgja að málum, verða menn að
gera upp við sig sjálfir, en óumdeilanlega er skoðun Steblin-Kamenskijs á
sannleika og höfundartilfinningu í Islendingasögum kæn vinnutillaga, sem
getur varpað ljósi á atriði Islendingasagna, sem til þessa hafa verið mönnum
ráðgáta.
I ritgerðinni „Ófreskjur, goð, hetjur" rekur höfundur atriði í Eddukvæð-
um, sem benda til tímabils, þegar viðhorfið gagnvart persónuleika og ein-
staklingi var annað en í dag. Þessi stig birtast I eðli ófreskja, goða og hetja,
sem eru í rauninni ekki annað en þrjú stig í þróun einstaklingshugtaksins
(bls. 153—154). Dvergar, valkyrjur og jötnar eru millistig í þessari þróun.
Hér hefur verið bent á helzta efni þessa ritgerðasafns sem snertir íslenzkar
bókmenntir. Vonandi verða þessar fáu línur til að vekja athygli á þessu riti,
sem fjallar um ýmis grundvallaratriði og ráðgátur íslenzkrar menningar af
innsýn, skarpskyggni og traustri þekkingu.
Magnus Pétursson
THE TYI’ES OF THE SCANDINAVIAN MEDIEVAL BALLAD
In collaboration with Mortan Nolspe and W. Edson Richmond
edited by Bengt R. Jonsson, Svale Solheim and Eva Danielson
Skrifter utgivna av Svenskt visarkiv 5
Svenskt visarkiv/Universitetsforlaget. Stockholm/Oslo/Bergen
Troms0 1978
Verk þetta á sér langan aðdraganda og er sprottið upp úr samstarfi margra
fræðimanna, eins og gerð er grein fyrir í formála, en það er einkum starfs-
fólk við Svenskt visarkiv í Stokkhólmi og Institutt for folkeminnevitskap í
Ósló sem hefur borið af því hita og þunga. í inngangi segir að verkinu
sé ætlað að vera hagnýtur lykill að helstu útgáfum sagnadansa á Norður-
löndum, bæði þeim sem birst hafi (dönsk, íslensk og færeysk útgáfa) og þeint
sem séu í undirbúningi (norsk og sænsk). í ritinu er útdráttur eða söguþráð-
ur 838 sagnadansa, sem reistur er á yfirferð á milli 15000 og 20000 texta
ásamt tilvísun um í hverjum Norðurlanda kvæðið hafi fundist og hvar því
sé skipað niður í meginútgáfum. Aftan við þessar endursagnir eru prentaðar
ýmsar skrár sem gera notandanum kleift að rekja sig frá einni útgáfu til
annarrar.
Augljóst er að samning endursagnanna hefur verið mesta vandaverk þegar