Skírnir - 01.01.1979, Page 240
238
VÉSTEINN ÓLASON
SKÍRNIR
hver þeirra er reist á að meðaltali 20—30 textaafbrigðum sem hafa verið
skráð eftir flutningi fólks á ýmsum stöðum á Norðurlöndum á tímanum
frá 16. til 20. aldar. Hefur þá að sjálfsögðu verið farinn sá meðalvegur að
taka aðeins með helstu minni frásagnanna og þau sem víðast er að finna.
Getur svo farið að einstök afbrigði verði harla frábrugðin þeirri lýsingu sem
gefin er á „týpunni" í skránni. Þegar á allt er litið virðist þetta verk hafa
tekist furðuvel. Það er reyndar alls ekki sjálfsagður hlutur eða óumdeilan-
legur frá fræðilegu sjónarmiði að hægt sé að flokka þannig ólík afbrigði
saman sem eitt kvæði og telja sumir fræðimenn þar vera um ruglandi að
ræða. Er þó vandséð hvernig hægt væri að fjalla um allt þetta mikla efni
undir einu sjónarhorni án þess að flokka það með einhverjum slíkum hætti,
enda hefur sú aðferð almennt verið viðurkennd í þjóðfræði. Eins og nær
allar útgáfur og rannsóknir á sagnadönsum Norðurlanda síðasta stórt hundr-
að ára hvílir skrá þessi á þeim grunni sem Svend Grundtvig lagði er hann
hóf útgáfu danskra sagnadansa um miðja 19. öld, þá sem nú er nýlokið
(Danmarks gamle folkeviser, I—XII, 1853—1976). Meginflokkar skrárinnar
eru þeir sömu og hjá Grundtvig: A. Ballads of the supernatural (þjóðtrúar-
kvæði), B. Legendary ballads (helgikvæði), C. Historical ballads (söguleg
kvæði), D. Ballads of chivalry (riddarakvæði), E. Heroic ballads (kappakvæði)
og F. Jocular ballads (gamankvæði). Grundtvig taldi raunar ekki gaman-
kvæðin með „gamle folkeviser“ og virðist hafa álitið þau yngri. Fyrir þeirri
skoðun eru þó engin gild rök enda er þeim skipað hér með öðrum sagna-
dönsum. Þótt meginflokkum Grundtvigs sé haldið er víða vikið frá því
hvernig hann skipaði einstökum kvæðum í flokka; hann var td. býsna
djarftækur að telja kvæði söguleg og nægði að þar kærni fyrir nafn sögu-
legrar persónu sem vitað var að einhvern tíma hefði verið til. Hér er þessi
flokkur þrengdur til muna. Þá hafa ýmis kvæði verið færð milli flokkanna
kappakvæði og riddarakvæði. Einstökum flokkum er skipt í undirflokka í
líkingu við það sem gert er í alþjóðlegum skrám um ævintýragerðir eða
minnaskrám. Flokkun þessi öll er vitaskuld reist á ákveðinni túlkun kvæð-
anna og getur stundum orkað tvímælis en ekki verður annað séð en rit-
stjórar skrárinnar séu sjálfum sér býsna samkvæmir í þessu og meira verður
ekki krafist.
Ritstjórar skrárinnar hafa kosið að kenna sagnadansa við miðaldir og
hafa þannig leyst sig frá þeim vanda að ákveða hvort fjalla ætti um fjölda
kvæða með formi sagnadansa sem sannanlega eru yngri. Þetta kemur td.
fram í því að kvæði um söguleg atvik eftir lok miðalda (sem hér eru taldar
enda um 1520) eru ekki tekin með. Á hinn bóginn er það svo að öll eru kvæð-
in skrifuð upp eftir lok miðalda og um allmikinn hluta þeirra á það við
að ógerningur er að sanna að þau hafi verið orðin til á miðöldum þótt oft
bendi líkur til þess. Það hefur líka borið við að útgefendum hefur þótt stíll-
inn á einstökum kvæðum óþesslegur, að um eiginlega gamla sagnadansa
geti verið að ræða, og hefur þeim þá verið sleppt af þeim sökum þótt þau
hafi áður hlotið náð fyrir augum útgefenda. Þetta á td. við um þrjú þeirra