Skírnir - 01.01.1979, Side 241
SKÍRNIR
RITDÓMAR
239
kvæða sem Jón Helgason hefur gefið út í íslenskum fornkvæðum. Ég er
að vísu sammála þeim úrskurði að mjög hæpið sé að kalla tvö þessara kvæða
sagnadansa, en ósammála um eitt. Vaknar þá sú spurning hvort ekki hefði
verið eðlilegra að láta skrána taka til allra kvæða sem í undirstöðuútgáfum
er að finna en setja fremur fram fyrirvara þar sem sagt er frá kvæðinu.
Hér hefði þó mátt undanskilja flokka kvæða sem sannanlega eru mjög ung
og jafnvel ekki alltaf undir háttum sagnadansa, eins og Fproya kvæði 192—
236. Það getur komið sér vel fyrir fræðimenn að vita um inntak og hlið-
stæður allra kvæða í þessuni útgáfum svo að þeir geti sjálfir tekið afstöðu
til þess hvort þeir vilji flokka þau með sagnadönsum. Hér er þó raunar
um smámuni að ræða sem varða svo fá kvæði að litlu skiptir.
Þessi skrá um sagnadansa flytur ekki nýja vitneskju; allt sem í henni er
að finna var áður auðfundið, en þó með nokkru meiri fyrirhöfn, fyrir þá
sem þekkja til þessa mikla efniviðar. Skráin getur samt sparað þeim tals-
verðan tíma og fyrirhöfn þar sem hér er að finna í einni bók það sem áður
þurfti oft að leita að í fimm. Að miklu gagni getur skráin komið þeim sem
áður eru ókunnugir sagnadönsum Norðurlandaþjóða en ætla að kanna þar
afmörkuð viðfangsefni. Þeim getur hún sparað mikið erfiði.
Vésteinn Ólason
ÍSLENSKT LJÓÐASAFN
IV bindi A-B. Tuttugasta öld 1—2
Ritstjóri Kristján Karlsson
Almenna bókafélagið, Reykjavík 1977—78
Það er hverju orði sannara sem Kristján Karlsson segir í formálsorðum fyrir
4ða bindi íslensks ljóðasafns, að
engin tvö skáld eru eins, né heldur verður nokkur skáldskapur flokk-
aður til neinnar hlítar eftir kynslóðum, stefnum, markmiðum. Og
gildi safns eins og þessa er undir því komið, að menn vilji lesa kvæði
eins og þau koma fyrir án þess að líta á þau sem einkunn tímabils,
sýnishorn tegundar, lykil að ævisögu, eða dæmi um eitt 'ða neitt.
Þetta tek ég svo að útgefandi telji verkefni sitt einkum vera að velja góð
kvæði, mikilsháttar skáldskap til safnsins eftir sínum eigin srnekk og bestu
vitund. Og vitaskuld er mest um það vert að sjálft þetta val skálda og kvæða
takist sem allra best. Samt er með þessum orðum ekki sagður nema hálfur
sannleikur um gildi og hlutverk safnrits af þessu tagi. í og með vali kvæð-
anna í safnið er vitanlega verið að leggja mat á einstök skáld og verk þeirra,
draga saman sýnishorn og dæmi um tegundir skáldskapar og tímabil i bók-
menntasögu. Þessa skilmála orðar Kristján Karlsson vel í formálanum fyrir
3ja bindi safnsins, sem tekur til 19du aldar:
Allsherjar safn af þessu tagi varpar Ijósi á einstök kvæði í trausti þess,